Hárrétt.

Það er hárrétt að launir verða að koma til og þeir sem eru kosnir í stjórn ber skila til að vinna að lausnum sem virka. Tillaga nr.1 er að hætta að notast við innflutt vinnuafl í ummönunarstörf og skúringar og Danir sjái um þau sjálfir, þetta á við um okkur líka hér heima á Íslnadi.

mbl.is Fáir Danir á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Sigurður. Einn stór hluti af okkar vanda er að við erum of fáir Íslendingar. Með fleiri íbúum ættum við auðveldara með að standa undir ýmiss konar framkvæmdum s.s. vegagerð og rekstri. Á Norðurlöndunum og mörgum hinum vestrænu ríkjum er vandamálið ekki aðfluttir einstaklingar. Enda ef farið yrði að þínum tillögum ætti þá að vísa tugþúsunda íslendinga heim.

Vandamáið við suma innflytendur er að ef þeir læra ekki málið þá hafa þeir tilhneigingu að aðlagast ekki íslensku þjóðfélagi. Margir útlendingar hafa bæði fyrr og nú bætt íslenskt þjóðfélag og menningu.

Atvinnuleysið nú stafar fyrst og fremst af því að það er ekki verið að örfa atvinnulífið, þar sem núverandi hefur annað hvort ekki kunnáttu eða nennu til þess að gera neitt í málinu. Þess vegna eru við að missa dýrmætt fólk úr landi. Þetta með umönnunarstörfin hefur ekkert með það mál að gera.

Sigurður Þorsteinsson, 11.8.2011 kl. 00:33

2 identicon

How Simple....Send all the people over 67 to work and have young kids start work when they are 5 years old.........! Stupid news from Moggan....

Fair Play (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 01:01

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sigurður láglaunastefnan hjá okkur er vandamálið!

Þú segir nokkuð Fair Play.

Sigurður Haraldsson, 11.8.2011 kl. 01:16

4 Smámynd: Vendetta

Ég hef búið í Danmörku áratugum saman og þekki ástandið þar vel, bæði varðandi fólk sem er á bótum, innflytjendur og Dani sjálfa og varðandi þessa 5 ára krakka sem nenna ekki að vinna .

Ein leiðin til að koma fólki burt úr bótakerfinu er að hækka persónufrádráttinn verulega (það er það sem m.a. Dansk folkeparti vill), en ekki lækka toppskatt. Þó er þetta erfitt á meðan ekki eru fleiri störf í boði.

Eitt af vandamálunum í Danmörku er ósveigjanlegur, stirðnaður og staðnaður vinnumarkaður. Þannig hefur verið lítill sem enginn vöxtur í lausum störfum, og þeir sem eru ráðnir eru yfirleitt alltaf þeir sem eru þegar í góðum störfum fyrir. Ósveigjanleikinn er oft vegna stéttarfélaga, sem vilja ekki hleypa nýjum inn og starfsgreinabreyting einstaklinga er einfaldlega ekki í kortunum, nema á ófullnægjandi hátt.

Aðildin að ESB hefur ekkert gefið í aðra hönd nema meiri skriffinnsku og meira atvinnuleysi. Áður en Finnar og Svíar urðu meðlimir að ESB, þá keyptu sænsk og finnsk fyrirtæki upp allar sykur-, mjólkurvöru- og pappírsverksmiðjur í Danmörku og ráku helminginn af starfsmönnunum eftir að hafa "hagrætt". Uppkaupin voru liður í því að komast inn á evrópska markaði. Og eftir að Finnar og Svíar urðu meðlimir hafa þeir flutt framleiðsluna yfir sundið. Varðandi samruna fyrirtækja og yfirtökur innan ESB, sérstaklega hvað varðar Norðurlöndin, er ljótur kapítuli út af fyrir sig, sem ég mun skrifa athugasemd um bráðlega.

Þetta varð gífurlegt áfall fyrir suðurhluta landsins, sem hafði mátt loka einu skipasmíðastöðinni sem hafði haldið uppi heilum landshluta í hálfa öld ásamt pappírsverksmiðju. Ég held að atvinnuleysið á Lálandi (Lolland) nú sé það hæsta í landinu. Skipasmiðjan í Nakskov laut í lægra haldi fyrir skipasmíðastöðvum í A-Asíu og í Þýzkalandi, sem var eina aðildarríkið sem mátti gefa eigin skipasmíðastöðvum ríkisstyrk, hinum var bannað það. Hvers vegna? Jú því að Þjóðverjar ráða öllu í ESB, en hafa marionettur á æðstu stöðum Bruxelles, Paris og Róm, til þess að það sé ekki eins augljóst. Hafið þið ekki tekið eftir því að í hvert skipti sem Merkel blístrar, þá kemur Sarkozy hlaupandi með tunguna lafandi ?

Over and out.

Vendetta, 11.8.2011 kl. 19:35

5 identicon

Samkvæmt Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 318.452 einstaklingar 1. Janúar 2011 sl.

 

Á öðrum ársfjórðungi 2011 voru 185.800 manns á vinnumarkaði.  Af þeim voru 170.000 starfandi en 15.800 án vinnu og í atvinnuleit.  Atvinnuþátttaka mældist 83% og atvinnuleysi var 8,5%. Atvinnulausum fækkaði um 400 frá öðrum ársfjórðungi 2010 og starfandi fjölgaði um 500. Atvinnuleysi var 10,2% á höfuðborgarsvæðinu en 5,3% utan þess.  Meðalfjöldi vinnustunda var 40 klst. hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 44,2 klst. hjá þeim sem voru í fullu starfi og 25 klst. hjá þeim sem voru í hlutastarfi.

 

Á öðrum ársfjórðungi 2011 voru 185.800 á vinnumarkaði sem jafngildir 83% atvinnuþátttöku. Atvinnuþátttaka karla var 85,6% en kvenna 80,3%. Á öðrum ársfjórðungi 2010 voru 185.700 á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka mældist 83,3%.  Atvinnuþátttaka karla var þá 86,9% og kvenna 79,5%. Á höfuðborgarsvæðinu var atvinnuþátttaka 83,7% og 81,5% utan þess.

 

Fólk telst vera starfandi ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarviku könnunar eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu.

 

Þegar litið er til ársmeðaltals frá upphafi vinnumarkaðsrannsókna, eru að jafnaði 90% starfandi fólks við vinnu í viðmiðunarvikum. Sveiflur eru þó nokkrar innan hvers árs vegna sumarfría eða annarra ástæðna.

 

Á öðrum ársfjórðungi 2011 voru að jafnaði 153.700 við vinnu í viðmiðunarvikunni, eða 94,7% af starfandi fólki. Á öðrum ársfjórðungi 2010 var hlutfallið 93,3%. Þá voru 153.200 starfandi fólks að jafnaði við vinnu í viðmiðunarvikunni.  Helstu ástæður fjarvista á öðrum ársfjórðungi 2011 eru: Í fríi 50,1%, í fæðingarorlofi 16,9%, 11,3% vegna veikinda og 7% vegna vinnuskipulags.

 

Af starfandi fólki á öðrum ársfjórðungi 2011 voru 132.100 í fullu starfi, eða 77,7% og 38.000 í hlutastarfi eða 22,3%. Starfandi í fullu starfi fjölgaði um 1.200 frá öðrum ársfjórðungi 2010 og fólki í hlutastörfum fækkaði um 600 manns.  Karlar í fullu starfi voru 87,4% á öðrum ársfjórðungi 2011 og konur 67,4%.

 

Á öðrum ársfjórðungi 2011 var meðalfjöldi vinnustunda 40 klukkustundir hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 44,3 hjá körlum og 35,2 hjá konum.  Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í fullu starfi var 44,2 klukkustundir, 47,1 hjá körlum og 40,1 hjá konum.  Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í hlutastarfi voru 25 klukkustundir, 24,6 hjá körlum og 25,1 hjá konum.

 

Niðurstaða:

 

Af 318.452 íbúum Íslands eru um 170.000 einstaklingar starfandi á Íslandi skv. Hagstofu Íslands, þ.e. rétt rúmlega helmingur íbúa landsins. 

 

Þegar nánar er að gætt má segja að aðeins tæplega helmingur íbúa landsins, eða um 153.700 einstaklingar, hafi verið starfandi á Íslandi skv. Hagstofu Íslands. 

 

Ef að við tökum eingöngu þá sem voru í fullu starfi eru enn færri við störf á Íslandi þar sem að eingöngu 132.100 einstaklingar voru starfandi á Íslandi í fullu starfi af 318.452 íbúum landsins.  Slagar ekki einu sinni upp í helming af íbúum hins íslenska lýðveldis.

 

Kv.

 

Atlinn

atlinn (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 21:59

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Vendetta fyrir þessar upplýngar.

Sömu leiðis Allin og þetta er eitt af vandamálum okkar of fáir vinna fyrir of miklum sköttum og þungu hagkerfi!

Sigurður Haraldsson, 12.8.2011 kl. 08:30

7 identicon

Áhugaverðar upplýsingar Atlinn.

41,5% Íslendinga eru í fullu starfi og samanlagt 48.3% eru í starfi.

Hvað ætli stórt hlutfall vinnur hjá hinu opinbera?, hjá ríki?, hjá sveitarfélögum?, í þjónustugeirum?, hjá fjármálastofnunum? Eða í fyrirtækjum sem haldið er uppi og eiga ekki lífsins rétt.

Augljóslega á atvinnuleysi eftir að stóraukast sem og útflutningur á skattborgurum úr landi enda getur þjóðfélagið ekki haldið hvorki uppi þessu ríkiskerfi né fjármálakerfinu.

Miðað við þá sem eru í gjaldeyrisskapandi atvinnuvegum og þar er landbúnaðurinn augljóslega ekki tekinn með enda byggist grundvöllur hans á ríkisstyrkjum og innflutningshömlum.

Gunnr (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband