Jæja kallanir!

Þið voruð nú heldur betur teknir í rúminu stein sofandi því að fáránleikinn er alger að horfa uppá gríðarlega aukiningu í metanbílaflotnaum en gera sama og ekkert í því að hafa metanorkuna tilbúna fyrir þann flota!
Eitt er það sem ekki er minst á í gerinini það er skítur frá bændum viðs vegar um landið sem bíður eftir því að vera safnaður saman í þrær til að ná metaninu úr þeim, bændurnir verða að fá aðstoð fjárhagslega til að starta þessari framleiðlslu sem ætti að vera ótrúlega einfalt því að neytendur borga framkvæmdir við gerð metansins í framtíðinni.
KOMA SVO NÚNA EKKI BARA Á MORGUNN EÐA HINN VIÐ VILJUM HAFA ANNAN KOST EN BARA DRULLUSPÚANDI ELDSNEYTI FRÁ YÐRUM JARÐAR MENGANDI OG FÁRÁNLEGA DÝRT!
Er það rétt sem maður heyrir að metanstöð á Akureyri komist ekki í gagnið fyrr en eftir 9 mánuði einfaldlega vegna þess að gröftur fyrir leiðlsur úr Glerárdal þurfi að fara í umhverfismat? Ef svo er svo þá er fáránleikinn alger að stöðva framkvæmdir sem klárlega minka mengun til mikilla muna með umhverfismati! Eru menn búnir að tapa glórunni í reglugerðafarganinu?
mbl.is Ýmislegt að gerjast í metaninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður.

Það er margt að gerast í þessu en allt tekur þetta sinn tíma. Orkuskipti i samgöngum er ekkert sem röskir menn gera á örfáum misserum, það þarf röska menn í mörg ár til að vinna að því verkefni frá öllum hliðum. Við skulum í þessu sambandi líta til verkefnis sem hefur tekist gríðarlega vel hjá okkur Íslendingum, að fara frá oíukyndingu í húsum yfir í að nota jarðhitann. Það var ekki hrist fram úr erminni. 1935 þegar búið var að leggja heitt vatn í nýbyggingarnar Lauganesskóla, Austurbæjarskóla, Landsspítalann og Sundhöllina voru Þingholtin að byggjast upp. Þar vildu menn fá heitt vatn en þá var það á þrotum úr Lauganesinu. Þá sögðu ýmsir að þetta hefði nú verið skemmtilegt lítið verkefni en yrði aldrei meira því vatnið væri ekki nóg, hagkvæmnin lítil og að ekkert myndi leysa olíu og kol af til húshitunar.

Mig langar að benda þér á verkefni sem aðeins er sagt frá hér (útlitið á undirrituðum skýrist af því að myndskeiðið var tekið upp í Mottumars :) http://graennapril.is/2012/03/metanorka-kortleggur-island/

Verkefnið gengur út á að kortleggja alla helstu staði á landinu þar sem skítur og annar lífrænn úrgangur fellur til í nægjulegu magni til að standa undir fjárfestingu og rekstri á metanorkuveri (e. biogas plant).

Kv. Dofri.

Dofri Hermannsson (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband