Endurskoðun.

Það þarf að endurskoða leikreglur á jöklum íslands.
mbl.is Leita á snjóbílum í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammál því..

Magga (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 00:52

2 identicon

Það er engin spurning. Hvað eftir annað er fólk að koma sér í vandræði, dansandi í kringum hyldjúpar jökulsprungur.

Mér dettur í hug að þeir sem vilji fara á jökla setji rándýra tryggingu og ágóðinn af tryggingunum rynni til björgunarsveita.

Spurning hvort það eigi ekki hreinlega að banna fólki að fara með börn og unglinga undir lögaldri á jökla.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 01:57

3 identicon

Nákvæmlega, það þarf allavega að vera einhver rammi utan um þessar jökulferðir, þetta gerist allt of oft og hefur farið illa. Í þetta sinn fór þetta sem betur fer vel, þökk sé góðu björgunarstarfi.

Magga (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 09:09

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Það er svo sannarkega þess virði að athuga þessar jöklaferðir eitthvað nánar.Björgunarsveitirnar vinna svo sannarlega gott verk og það er þess virði að styðja þá.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 15.2.2010 kl. 09:31

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já rétt það ætti tafarlaust að herða reglur til muna sem snúa að ferðalögum um hálendi íslands um vetur, jöklar eru ekki leiksvæði sem börn ættu að vera á. Einnig hefur fólk ekki hlustað nóg eftir veðurspám dæmin hafa sannað það að fjöldi manna hafa anað út í ógöngur vegna þess að ekki hefur verið hlustað á aðvaranir veðurstöðva! Nú fór sem betur fer vel þökk sé vel út búnum björgunarsveitum

Sigurður Haraldsson, 15.2.2010 kl. 09:51

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Björgunarsveitirnar eru hetjur okkar, þær veigra sér ekki við að hætta lífi sínu til að bjarga öðrum.

Tek undir að það þarf að setja reglur og það stífar, ekki er vitglóra í sumum ferðum fólks og því miður hefur það aldrei verið.

Veðurspáin var ekki svo glæsileg fyrir þessa daga.
Ég held að sumir telji þetta vera eins og að labba laugarveginn.

Kveðja yfir til ykkar frá Húsavík

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2010 kl. 11:03

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir innlitið Guðrún það er rétt við eigum góðar sveitir

Sigurður Haraldsson, 16.2.2010 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband