Ekki bjartsýnn.

Ég er ekki bjartsýnn á nýtt tilboð við kjósum með nei og síðan fer málið fyrir dómstóla!


mbl.is Undirbúa nýtt Icesave tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ætli það endi ekki þannig, fátt annað í stöðunni.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2010 kl. 17:24

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Það virðast vera 63 vanhæfir einstaklingar á Alþingi er það ekki?

Ómar Gíslason, 19.2.2010 kl. 18:59

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vonandi endar með að málið fari fyrir dóm Ásdís. þeir eru margir vanhæfir af ýmsum ástæðum en ekki allir sem betur fer Ómar.

Sigurður Haraldsson, 19.2.2010 kl. 23:16

4 identicon

Á aþjóðlegum fjármagnsmörkuðum þykir álíka gáfulegt að fjárfesta Íslandi og í Nígeríu. Og með hverjum deginum sem líður með Icesave óleystan þá minnka líkurnar að hér á landi muni koma inn erlend fjármagn í formi fjárfestinga í atvinnulífinu.

Með hverjum deginum sem líður með samninginn í uppnámi, skaðast orðspor Ìslands sem þjóð til að treysta á í viðskiptum og að koma til baka verður erfiðara og erfiðara.

Íslenska krónan verður með hverjum deginum sem líður studd með gjaldeyrishöftum verðlausari pappír.

Halda menn að þetta kosti ekki neitt, vilja menn keyra orðsporið algjörlega í botninn þannig að ekki verði aftur snúið. Hvar er þjóðarstoltið?

það grátlega við Icesave deiluna er það að íslendingar eru í raun að sanna það í eitt skipti fyrir öll hve vanþroska þessi þjóð er, var reyndar búinn að því all rækilega í útrásinni en er nú að slá endahnútinn.

Ef hægt er að finna einhvern sameiginlega flöt á málflutningi andstæðinga Icesave samningsins þá er hann: Allt er Ömurlegt.

Ekki er að sjá nokkurstaðar neina sameiginlega stefnu um það hvað á að gera eftir að samningurinn verður felldur í atkvæðagreiðslu!

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 10:00

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ný stjórn í Hollandi og Bretar ekki í góðum málum eftir beitningu hryðjuverkalagana. Við verðum að fá þjóðstjórn Ragnar þessi fjórflokkur sem hér hefur verið við völd er orðinn svo spilltur að ekki er hægt að bakka, það sést á þjóðfélaginu enginn enn handtekinn af þjófunum sem komu okkur út í þessar ógöngur koma til baka og hirða af okkur eignir á skítaverði. Laun skilanefndarmanna í hæstu hæðum ekkert gert til að koma til móts við hinn almenna borgara í landinu. Með þessu áframhaldi þá stefnir allt í blóðuga byltingu sem enginn fær við ráðið! Það að kjósa um icesave er orðið að lýðræðismáli ekki bara fyrir okkur heldur nokkrum öðrum Evrópuþjóðum sem bíða í ofvæni eftir niðurstöðu frá okkur.

Sigurður Haraldsson, 20.2.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband