Flottur forseti.

Er það þannig hjá okkur mannskepnunni að við höfum tilhneigingu til að þagga niður óþægilega hluti í von um að þá hverfi þeir, ferðaþjónustu geirinn og margt fólk í landinu hugsar þannig við höldum bara áfram og tökum því sem að okkur rétt frá móður náttúru. Þetta dæmi sem þarna er að gerast er miklu stærra en það að við getum þagað yfir því náttúruhamfarir eru ekki einkamál okkar þær snerta og geta snert alla heimsbyggðina betra er að fólk viti af því áður en allt fer í bál og brand!

mbl.is Mun stærra íslenskt eldfjall „við það að springa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Alveg sammála þér í þessu. Það er betra að vera viðbúinn en í afneitun og láta allt koma sér á óvart. Hins vegar verða allir að passa sig á að valda ekki óþarfa ótta því sumir eru misjafnlega tilbúnir að horfast í augu við staðreyndir. Ég er á því að þessi eldgosahrina styrki ferðaþjónustuna til langs tíma þó svo að það sé ekki hægt að græða á þessu akkúrat í þessari viku.

Sumarliði Einar Daðason, 22.4.2010 kl. 09:28

2 identicon

Það sem þið virðist ekki skilja er að svona "viðvörun" vindur upp á sig og veldur því að fólk afbókar ferðir til Íslands í sumar og er það nú þegar byrjað. Þetta mun verða til þess að lítill sem enginn gjaldeyrir mun koma inn í landið og afleiðing þess eru fjárhagslegar hamfarir sem munu rústa fjármálum landsins enn frekar. Þetta er óábyrgt af forseta vor og finnst mér tímabært að hann sé minntur á að hann er hvorki eldfjallasérfræðingur, né jarðfræðingur og hefur ekkert með það að gera að búa til vandamál sem er ekki til staðar. Það geta byrjað stríð út um allt á morgun, en við sjáum ekki forseta úti í heimi "vara" við því að hörmingarnar gætu farið af stað hvenær sem er og jafnvel á morgun. Ef það eru áhyggjur varðandi Kötlu, þá eru leiðir til þess að undirbúa það en það gerir maður ekki í kjaftaþætti a BBC eða CNN.

Linda (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 10:41

3 identicon

Flottur forseti? Meira eins og óabyrgur og kærulaus forseti. Ekki veit ég til þess að Ólafur Ragnar sé jarðfræðingur, en þið leiðréttið mig þá ef ég hef rangt fyrir mér. Við munum öll gjalda fyrir þessi orð með verulegum samdrætti í ferðaiðnaði og þá má allt eins búast við annarri kreppu.

Flottur forseti, já.

Jón Flón (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 10:51

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er mun hættulegra að ferðast með bílum heldur en flugvélum. Samt hefur áróður vegna hraðaksturs og ölvunaraksturs ekkert dregið sérstaklega úr ferðamennsku. Þeir útlendingar sem ég hef rætt við vilja helst koma til Íslands strax í dag!

Sumarliði Einar Daðason, 22.4.2010 kl. 11:03

5 identicon

Það er ekki vanþörf að láta vita af hættunni af Kötlu, en það er spurning hverning það er sett fram.

Þessi framsetning hjá forsetanum er svoldið í æsifréttastíl og þannig framsett að hún vekur ótta og hræðslu hjá almenning. Maðurinn þar verulkega að hugsa hvernig hann setur hlutinna fram.

Hér er viðtal við Ásgeir hjá flugstoðum og þar er ekkert minst á að orð forsetans hafi orðið til þess að það er verið að skoða flugmálin með tiliti til öskufals http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/22/gosid_hradar_endurskodun/

Gísli Einars (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 11:05

6 identicon

Frakkland er eitt mesta ferðamannalands heims. Í því landi eru um 60 kjarnorkuver. Ber Frakklandsforseta skylda til að vara heiminn við hugsanlegu kjarnorkuslysi þar í landi? "Kannski, ef, þegar, ef, kannski...". Orð forsetans eru í anda íslensks gorgeirs - ég held að afleiðingar þessara orða hans eigi eftir að hafa miklu meiri áhrif en menn gera sér grein fyrir.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 11:07

7 identicon

Takk kærlega Ólafur, þér hefur tekist að gera allan heiminn skíthræddan við að koma til íslands... frábært alveg.

Hey elskan eigum við ekki að skreppa með krakkana til íslands, þú manst landið sem er með risaeldfjallinu sem fer að springa í tætlur á hverri stundu.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 11:23

8 identicon

Ragnheiður það er við nátturuna að kljást ekki mannvirki eins og kjarnaofna og náttúran gerir það sem henni sýnist og oft refsar hún okkur sem göngum ekki vel um hana.Það er afneitun hjá fólki að vera að gagnrýna Ólaf fyrir að sýna þor.Blessunarlega voru engi túrhestar á ferð þegar stærra gosið hófst undir jöklinum núna.

Hvað ætla menn að segja svo ef Katla gýs á morgun eða í sumarog mannskaði hlýst af á þá að gagnrýna framsýna menn sem vilja vekja heiminn til umhugsunar um að þetta er það sem við lifum við og að samgöngur kunni að fara fyrir róða

Það má benda á í svona Viðtali að við höful lifað með þessu frá landnámi og ekki orðið mikið mannfall miðað við umfang en samgöngur voru líka nánast engar og þá sjóleiðis.

Þetta er ekkert vandamál að neinu leiti nema að Samgöngumáti nútímans sem krefst hraða og að áætlun standist hentar ekki náttúruni og það á bara að láta hana njóta vafans og hlusta á hana því hvað ætlið þið að gara hver á að eiga sökina ef mannfall yrði á erlendum ferðamönnum vegna þess að ekki var hlustað

hverkir eiga að bera ábyrgð á því

Hættið þessarti afneitun og hræðslu við hvað öðrum finnst

Guðmundur (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 11:25

9 identicon

Meira bullið í þér Guðmundur... náttúran er annað en kjarnorkuver bla bla.
Kjarnorkurver hafa einmitt verið mesta ógn mannkyns... eins og td Chernobyl.
Við búum öll nálægt náttúruöflum, þau geta látið á sér kræla hvar og hvenær sem er... það er stórhættulegt að vera lifandi, þú getur dáið hvenær sem er; BANG; Líkur á að deyja úr kötlugosi eru hverfandi miðað við allt að sem getur drepið fólk í daglegu amstri.

Sem sagt; Ólafur er að vinna íslandi skaða, því er ekki hægt að neita.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 12:00

10 identicon

Þetta var óheppilegt hjá Ólafi, og verður ekki til góðs. Því þeir ferðamenn koma sem koma vilja hvort eð er.

Svo er hann ekki svo skarpur í jarðsögunni, - Katla hefur t.a.m. gosið þéttar af jafnaði (ca 60 ár á milli gosa ef ég man rétt), og sýnir okkur nú mjög langan tíma milli gosa, og svo það sem undantekning kann að vera að það var smágos í Kötlu á sjötta áratugnum sem svo hætti áður en það bræddi ofan af sér.

Eyjafjallajökull er aðeins að brjóta taktinn með svona spræku gjóskugosi, og það eru nú þegar kenningar á lofti um að kannski tappi hann frekar af Kötlu heldur en að ræsa hana. Það er verið að rannsaka gjóskuna og reyna að átta sig á þessu.

Í stuttu máli sagt, þá er ekki hægt að bókfæra eldgos fram í tímann. Við búum einfaldlega á landi jarðelda, hvar ýmislegt getur gerst, - eða ekki. Ekki getur forsetinn þagað það í hel, en mér fannst hann hins vegar ala á óþarfa ótta.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 12:07

11 Smámynd: Ólafur Als

Það virðist gæta þess misskilnings hjá sumum að forseti lýðveldisins hafi málfrelsi. Það hefur hann ekki á opinberum vettvangi. Honum ber að gæta þess að orðræða hans sé í samræmi við opinbera stefnu á hverjum tíma, sérstaklega út á við, og um önnur mál ber honum að sýna stillingu og góða dómgreind.

Eins og gefur að skilja ætti forsetinn ekki að tjá sig sem sérfræðingur á sviði eldfjallafræða, ef það er það sem hann gerði í samtali við fréttamann BBC. Mér þótti ÓRG tjá sig vel fram yfir það sem eðlilegt má teljast í fyrrgreindu viðtali og samlíkingin við fyrri tíð - þegar hann reyndi að skýra varnaðarorð sín út af Kötlu - var einstaklega óheppileg í ljósi aðkomu forsetans sjálfs að útrásinni.

Í erlendum fjölmiðlum - og íslenskum - hefur fjöldi sérfræðinga tjáð sig um núverandi eldgos og eins möguleikann á eldgosi í Kötlu. Segja má að nú sé almenningur víða í Evrópu betur að sér um eldgos og hætturnar af þeim. Hvers vegna forsetinn telur sig þurfa að setja sjálfan sig í sérfræðingasæti og tjá sig með svo sterkum varnaðarorðum er e.t.v. einkenni manns sem kann ekki að hemja sig. Alla vega er hér ekki um almenna orðræðu þjóðhöfðingja að ræða, sem m.a. hefur það hlutverk að lægja öldur.

Ólafur Als, 22.4.2010 kl. 12:17

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er alltaf á sömu bókina lagt þegar peningur er í boði þá segi ég ekki nei, þannig er það nú með okkur íslendingana menn kvarta undan því að ferðaþjónustan beri skaða af orðum forsetans hugsið um afleyðingarnar þegar Katla gýs hvar erum við þá stödd með flugsamgöngur þessi orð eru í tíma töluð og ástæðulaust að reyna að fegra þau.

Sigurður Haraldsson, 22.4.2010 kl. 13:48

13 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

"Kjarnorkurver hafa einmitt verið mesta ógn mannkyns... eins og td Chernobyl."

Meira endemsi ruglið í þér,  Kjarnorkuver eru ekki mikil ógn og að koma með Chernobyl sem dæmi er útí hött.   Chernobyl átti sér stað þegar gamla góða USSR var að ryðga innan frá og þeir voru ekkert að pæla mikið í öryggi og mesta furða að það hafi ekki verið fleiri slys í kjarnorkuverunum þeirra.

Svo áttu örugglega eftir að minnast á Three Mile Island en það er álíka mikið rugl, mjög lítil/næstum engin geislavirkni var mæld eftir það slys í umhverfinu í kring.

Kjarnorkuver í dag eru margfalt öruggari en þau voru fyrir mörgum áratugum en það er svona ofsahræðsla við kjarnorkuver sem hefur hindrað áform um að búa til ný og betri (ennþá öruggari) kjarnorkuver svo hægt sé að taka þau eldri úr notkun.

Jóhannes H. Laxdal, 22.4.2010 kl. 15:58

14 identicon

Katla er komin áratugi fram yfir....Hekla er tilbúin.....Eyjafjallajökull með bónus-gos.....Askja er enn á sínum stað.....enginn veit hvað lúrir við Vestmannaeyjar......Það er orðið langt síðan gaus á Reykjanesskaga....svo eru það Vatnajökull og svæðin fyrir norðan alveg að Mývatni....og austur um....og svo er Suðurlandsskjálftinn ekki alveg búinn að klára allt.....

Eigum við ekki bara að auglýsa þetta nógu vel, leggjast á bakið og gefast upp, og banna ferðamönnum að koma til landsins ef ekki tekst að hræða þá nóg?

Við búum og bjuggum á eldfjallaeyju. Engin skúbbandi frétt. Og óþarfi fyrir kallinn að vera á vondum punkti að ala á aukalegum ótta af því. Honum væri nær að hugsa til þjóðarleiðtoga eins og t.a.m. Churchills, sem stöppuðu stáli í fólk á erfiðum tímum. Hann sagði ekkert ósatt kallinn, þetta bara fór nokkuð klaufalega hjá honum. Hann hefði t.d. mátt benda á það að ekki hefur orðið manntjón eða skepnufellir enn, og að ekki er nein teljandi panikk í gangi, hann hefði mátt lýsa yfir ánægju með það hversu viðbrögð fólks hafi verið rétt og góð, o.s.frv. Það eru nefnilega líka staðreyndir, og orðnar að veruleika, á meðan að Katla gýs kannski bráðum, kannski ekki, kannski ekkert í 200 ár.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 15:58

15 identicon

"The bottom line" er að útlendingar eiga rétt á því að vita þetta rétt eins og við, óháð því hvort það henti fjárhagslegum hagsmunum okkar eða ekki.

Annars hef ég litla trú á að þetta hafi skaðleg áhrif á ferðaþjónustu, frekar öfug áhrif.

Geiri (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 16:17

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ólafur Als, forsetinn hefur fullt málfrelsi en til þess verður að ætlast af honum að hann gæti sín. Ábyrgð hans er engin hvað varðar aðvörunarorð til annara þjóða sem auðvitað hefa engin tök á því að gera varúðarráðstafanir hvað varðar eldgos.

Hans ábyrgð öll varðar samskipti við eigin þjóð. Vel hefði hann mátt hugsa til þess að kalla forsætisráðherra á fund í kyrrþey. Þar hefði mér fundist ástæða til að hann vekti athygli hennar á því að engin viðbragðsáætlun er tiltæk ef svo færi að eldgos yrði á Reykjanesskaga og hraun tæki að renna í átt til búsetusvæðis meginþorra þjóðarinnar.

En aðeins ein flóttaleið á landi!

Árni Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 17:06

17 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er áhætta að lifa og eins er áhætta að lifa með þeirri ógn sem náttúruhamfarir eru, við höfum lært að búa með þeim og þeir sem vilja heimsækja okkur er það velkomið áhættan er þeirra.

Sigurður Haraldsson, 22.4.2010 kl. 17:28

18 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég held að fólk þurfi aðeins að gæta að sér...

Sá sem líkir þessu við að forsetar vari eða vari ekki við hugsanlegu "ef" stríði á engann veginn við. Hugsanlegt stríð er ekki af náttúrunnar völdum og þeir sem tala um líkingu þarna á milli eru örugglega ekki hernaðarfræðingar eða hvað???

Svo hitt að vara fólk við hugsanlegum kjarnorkuslysum er heldur ekki samlýking sem á rétt á sér þar sem kjarnorkuver eru mannanna verk ekki náttúrunnar...

Svo ætla ég að vara fólk við því að vera með svona dóma það kemur þeim í koll einhvern daginn...

PS

Ég er ekki mannfræðingur

En ég get talað um hernað og það er eitt af mínum sviðum...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 22.4.2010 kl. 17:28

19 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ein af særstu eldstöð í heimi, sem talin vera komin á tíma er Yellowstone í USA. Þar er mikið talað um þann möguleika að gos gæti orðið, þá yrði um risagos að ræða.

Mikil fræðsla er um þennan möguleika, sjónvarpstöðvar er duglegar að gera ýmsa þætti um þessa eldstöð og afleiðingar af gosi þar. Eldfjallasérfræðingar eru með mikið lið á staðnum og vel er fylgst með öllum breytingum. Við minnstu breytingar er flutta af því fréttir.

Reyndar hef ég ekki séð í neinum af þeim fræðsluþáttum rætt um afleiðingar slíks goss á flugumferð. Það má því segja að gosið úr Eyjafjallajökli geti vakið menn til umhugsunar um það.

Þrátt fyrir alla þessa umfjöllun um Yellowstone hefur ekki orðið fækkun á ferðafólki um það svæði, þvert á móti. Því skyldi ferðamönnum fækka til Íslands þó sannleikurinn sé sagður.

Gunnar Heiðarsson, 22.4.2010 kl. 21:28

20 identicon

Hvað ef hann hefur svo rétt fyrir sér og Katla fer að gjósa innann skamms?  Hvað er að því að hann minnist á staðreyndir (eða svona ca. ).  Hann er enginn jarðfræðingur en allir jarðfræðingar eru á sama máli.  Ég meina come on, ég er enginn læknir og ef ég sé einhvern að drepast á ég þá bara að láta hann vera út af því að ég er enginn læknir.  Ég sé bara ekkert að því að hann tjái sig um þetta.  Á hann að ljúga frekar og segja að það stafi enginn hætta af Kötlu og að líkurnar séu sáralitlar á að hún fari að gjósa?  Er ekki betra að segja bara eins og er og vera ekkert að skafa af hlutunum.  Djöfull getur fólk tuðað yfir öllu sem þessi maður gerir.  Ef hann gerir eitthvað "rangt" þá er hann bara glataður vitleysingur, en ef hann gerir eitthvað rétt þá er hann bara frábær og bestur og guð veit hvað.

Hilmar Þór (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 00:24

21 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Umdeildur forseti það verður ekki af honum tekið.

Sigurður Haraldsson, 23.4.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband