Talan segir ekki allt!

Þó að Jóhanna segi að 50 aðgerðir hafi verið virkjaðar til að bæta vanda heimila í landinu þá skiptir það ekki máli því að talan segir ekki allt þarna mætti alveg eins segja að 500 aðgerðir hafi verið í gangi þá virka þær ekki! Aðgerðin sem þarf að koma fram er sú að fólk borgi lánið sem það tók en ekki margfalda upphæð lánsins!

mbl.is Hafa komið til móts við skuldavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ósköp einfalt. Jóhanna, Steingrímur, Gylfi og Már eru búin að skrifa undir viljayfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að borga IceSave lágmarkstryggingu með vöxtum, sem og að ekki verði lengra í úrræðum til að mæta skuldavanda heimilanna en þegar hefur verið gert. Þetta stendur í plagginu svart á hvítu, og því miður virðast þau ætla að vinna eftir því óhikað á meðan enginn stoppar þau.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2010 kl. 02:05

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þá verðum við að stoppa þau! Ekki skal ég láta mig vanta ef fólk mætir á Austurvöll þið verið að gera það skilaboðin sem við sendum með sveitastjórnarkostsigunum og icesave kosningunni voru skýr en stjórnvöld og fjórflokkurinn ætla ekki að skilja það!

Sigurður Haraldsson, 9.6.2010 kl. 02:38

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður: Það er stutt í þjóðhátíðardaginn en þá stendur einmitt til að aðildarumsókn Íslands verði tekin til umfjöllunar í Brüssel. Ég vænti þess að hátíðarræðu sinni á Austurvelli muni forsætisráðherra tilkynna að umsóknin verði dregin til baka og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendur heim. Að öðrum kosti verði hún hrópuð niður af viðstöddum, sem hljóta að vera þangað komnir til að heiðra lýðveldið frekar en stuðla að afnámi þess!

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2010 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband