Svo það erum við!

Svo eftir allt saman þá eru það við landsmenn sem erum að fjármagna þetta járnadrasl sem er að rísa þara í Helguvík byggt með frekju og yfirgangi með stjórnandann Árna Sigfússon sjálfstæðissukkara með meiruShocking

Þarf reyndar ekki að fara langt til að fá dæmi sem er líkt þessu, fjós var byggt og lán tekið fyrir því en það sem vantaði var jarðnæði, fjármagn, skepnur, kvóti og vélakostur en samt var ráðist í bygginguna nú stendur búið í gríðarlegri skuld og vonast til að fá þær afskrifaðar til að geta haldið áfram. Þetta er álíka og álversframkvæmdirnar suður með sjó því ekki var til peningur orka né vilji stjórnvalda til að það myndi rísa en samt var farið af stað og stór lán tekin.


mbl.is Rukkaður um 1,8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Oft erum við sammála en ekki núna það sem átt er við er að bærin hefur orðið af tekjum vegna þeirrar starfesmi sem að löngu ætti að vera hafinn í Helguvík. En í staðin liggur á sveitarfélaginu mesta atvinnuleysi á landinu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.8.2010 kl. 08:13

2 identicon

Jón Aðalsteinn. Vissulega hefur bæjarfélagið orðið af væntanlegum tekjum, ennþá í það minnsta, en vandinn nær miklu lengra aftur en það. Þetta er áratuga gamall vandi.

Guðmundur (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 08:46

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Jón ég held að þú hafir ekki lesið dæmisöguna úr sveitinni.

Guðmundur þetta er rétt uppsafnaður vandi.

Sigurður Haraldsson, 30.8.2010 kl. 08:55

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Alþingi samþykkti álver í Helguvík, þetta er ekki ákveðið einhliða suður með sjó. Jafnframt gera fjárlög Ríkisins ráð fyrir tekjum af þessum sömu verkum og bæjarstjórn Reykjanesbæjar gerir ráð fyrir. Það er á ábyrgð stjórnvalda allar þessar tafir og fyrirsláttur vegna álversins og fleiri atvinnutækifæra sem hvíla á fyrri ákvörðunum og samþykktum sem ekki hefur verið staðið við. Ef senda á einhverjum stjórnmálaflokki reikninginn er það VG. Reykjanesbær hefur hafið skipulag og hönnun og grunnframkvæmdir miðað við loforð sem fyrir liggja og lagt mikla fjármuni í það. Bæjarfélagið hefur svo reiknað með að orð standi.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 30.8.2010 kl. 09:26

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl Adda þar gerðu þeir mistök því að orð standa ekki þegar stjórnmálaflokkar eru annarsvegar það segir sagan okkur.

Sigurður Haraldsson, 30.8.2010 kl. 09:40

6 identicon

@Adda

Því miður er þetta ekki svona einfalt.  HS Orka er hreinlega ekki með nóga orku fyrir þessa verksmiðju það hefur í raun komið á daginn það er bara ekki svo mikið meira að hafa þarna og það hefur umtalsverða áhættu þanning að þessi stöðvun er í raun gerð að kröfu Orkustofnunar það er í raun staðreyndin.  Jafnvel þótt þessi ráðlausa og sundurlausa vinstristjórn sem hér situr hefði klappað með þá hefði það ekki dugað.

Uppbyggingin í Reykjanesbæ er brjálæðislegt eyðslufylleri sem núna bráðstöðvast og framtíðin er alls ekki glæsileg.  Í raun er ástandið skelfilegt í mörgum bæjar og sveitarfélögum en um þetta var ekkert rætt í nýafstöðnum kostningum enda vill fólk ekki heyra neitt óþægilegt.  Hafnarfjörður verður væntanlega næstur af þessum stóru og Kópavogur kemur væntanlega á eftir og Reykjavíkurborg skuldar 360% af tekjum sínum og dregur á eftir sér skuldakúluna OR sem þeir bera ábyrgð á.

Ríkið sjálft er rekið með 25% halla í fyrra fjármagnaður á lántökum.  Já það er í raun ekkert ótrúlegt að ríkið lendi í sama dæmi og í raun þessi sveitarfélög. Verði í raun gjaldþrota og þurfi að senda fjölda bæjarstarfsmanna heim í launalaust leyfi og skera niður þjónustuna.  Það er raunar ekki mikið sem þeir geta selt enda eru ekkert eftir nema skuldasúpan sem þarf að borga. 

Partíið er búið og núna koma 1-2 leiðinlegir áratugir.

Gunnr (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 09:46

7 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hitasvæðið á Reykjanesi er töluvert öðruvísi en kenningar byggja á. Því er mjög umdeildar meiningar með hámarksorkunýtingu enda er háhitasvæðið opið en ekki lokuð lind. HS Orka dælir síðan aftur niður heita vatninu ólíkt því sem tíðkast annarstaðar. HS Orka var með rannsóknarleyfi sem nú er staðið á. HS Orka telur sig geta staðið við sitt ef Svandís fer af hindrunarhlaupinu. Reykjanesbær er ekki að selja álverinu orku heldur selja því hafnaraðstöðu og lóð. Hitt var á vegum orkufyrirtækja og Ríkisstjórnarinnar sem lofaði virkjunarframkvæmdum og liðkunum. Bærinn hefur staðið við sitt en ekki Ríkisstjórnin.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 30.8.2010 kl. 10:24

8 identicon

Adda Þorbjörg:

Þú áttar þig kanski ekki á því en það stóð til að fá stóran skerf af orkunni frá virkjunum í Þjórsá, virkjunum SEM EKKI ER BÚIÐ AÐ BYGGJA EÐA TRYGGJA ORKU FRÁ. Það voru og eru deilur innan sveitarfélags þar um þær framkvæmdir svo að ekki er víst hvernig endar. Margir landeigendur og íbúar þar eru ekki sáttir og ríkið getur ekki stigið þar inn og gripið inn með valdníðslu.

Það sér það hver heilvita maður að það á ekki að gera ráð fyrir tekjum sem ekki eru fastar í hendi, það hefur aldrei neitt verið fast í hendi hvað orkuöflun fyrir þetta álver varðar. Það hefur verið vitað í tvö til þrjú ár.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 11:06

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er málið Þorgeir það vantaði grunnin og án grunns er ekki hægt að byggja það er líkt og byggja hús á sandi og vona það besta.

Sigurður Haraldsson, 30.8.2010 kl. 11:18

10 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þorgeir, búið var að samþykkja deiliskipulag varðandi Þjórsá sem Svandís enn og aftur sendi heim á ný með heimatilbúnum ástæðum til þess að hindra enn og aftur samþykktir sem henni falla ekki í geð.

Reykjanesbær þarf og á ekki að þurfa að tryggja orkuna, heldur að sjá um skipulag, lóða, gatnagerð, hafnargerð. Þegar álverið var samþykkt var til næg orka. Þetta eru skemmdar og hermdaraðgerðir þessarar stjórnar og þeir sem blæða eru fyrst og fremst Suðurnesjamenn. En þessar tafir hljóta líka að hitta Ríkissjóð sem gerir ráð fyrir þessum tekjum í sinni fjárlagagerð. Það er líkt og Samfylkingin láti fórni hverju sem er til þess að geta gert sér dælt við gæluverkefnið sem er umsóknin að ESB.

Ríkisstjórnin hefur svikið öll loforð til Suðurnesjamanna. Hún hefur tafið virkjanir, tafið lagningu Suðvesturlínu, tafið gagnaverið, hindrað flugleigufyrirtækið, reynt að setja fótinn fyrir sjúkrahúsið á Ásbrú, hindrað leigu á skurðstofum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, klúðrað Magmamálinu o.s.frv.

Engu er líkara en stjórnin sitji um að eyðileggja allar bjargir Surðurnesjabúa.Það er búið að keyra svo gjörsamlega útaf vinstra meginn að engu tali telur.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 30.8.2010 kl. 12:55

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Adda þegar álverið var samþykkt var það ekki tvöfalt stærra og áætlað er að byggja núna það virðist alltaf vera stærra og stærra sem ræður för og á endanum er ekki til næg orka á öllu landinu jafn vel þótt allt sé virkjað sem hægt er að virkja!

Sigurður Haraldsson, 30.8.2010 kl. 13:20

12 identicon

Ég hef fulla samúð með Suðurnesjamönnum og öðrum vegna þessa og annara mála. 

Vil samt benda á þá augljósu staðreynd að það verður ekki farið í orkuuppbyggingu ef ekki fæst lán eða lánskjör eru það óhagstæð að orkusalinn komi út í tapi, það er í raun augljóst.  Annað er bara atvinnubótavinna.  Skuldastaða orkufyrirtækjanna er í rusli og drasli og hæpið að þau fái lán. Í tilfelli HS Orku er það augljóst að það eru tæknilegir annmarkar enda Orkustofnun sem stöðvar þetta ekki VG. 

Hvort sem VG hafa þar völd eða ekki.  Klárlega virðist hafa farið í gang með þetta án þess að orkan væri trygg enda virðist fljótaskrift og flumbrugangur hér einkanna allt þetta ferli.

Þetta er bara dæmi um illa rekið bæjarfélag sem fer á trýnið eftir fjárfestingarfyllerí.  Menn eyða meira en þeir afla og eru í örvæntingu sinni að kenna öðrum um þessar ófarir sínar.  Við höfðum Álftanes og síðan kemur Reykjanesbær og væntanlega Hafnarfjörður og fleirri munu fylgja. 

Gunnr (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 13:21

13 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

 það er sama hvað sagt er um Árna Sigfússon, hann á allan heiðurinn af því að vera búinn að setja Reykjanesbæ á hausinn og rúmlega það. Hvað eru 1800 milljónir á milli vina hlýtur hann að hugsa þegar honum hefur tekist að mistakast í því að gera Reykjanesbæ að ríkasta byggðarlagi á Íslandi með drullumalli sem dæmt var til að mistakast?? Ég nenni ekki einu sinni að reyna að telja til allan þann skandal sem honum hefur tekist að framkvæma af slíkri snilld að leitun er að örðu eins. En svona er jú Ísland í dag , bróðir hans Þór Sigfússon var nú ekkert smá flottur heldur sem forstjóri Svóvár Almennra.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 30.8.2010 kl. 15:41

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Einmitt Inga eins og ég sagði sjálfstæðissukkari og það ekki af minnstu gerð!

Sigurður Haraldsson, 30.8.2010 kl. 17:26

15 identicon

Hehe hvenær fer fólk að hætta að nota orð eins og sjálfstæðissukkari og fleiri viðurnefni :D

bara að tékka;)

Ármann Elvarsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 17:46

16 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Ármann áttu eitthvað betra orð fyrir mig?

Sigurður Haraldsson, 30.8.2010 kl. 17:51

17 identicon

haha ég ætla nú ekki að fara troða einhverjum orðum uppí þig,

mig fynnst það merkilegt engu að síður að meira að segja þremur árum eftir hrun er þetta en notað (fleiri en þú)

Ármann Elvarsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 18:10

18 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ármann það þarf meiri tíma en þrjú ár til að  fólk geymi sjálfstæðisflokknum og hans klúðri eða það ætla ég að vona!

Sigurður Haraldsson, 30.8.2010 kl. 22:16

19 identicon

radíó radíó

doctore (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband