Þau brugðust!

Stjórnvöld og Seðlabanki brugðust en það sem verra er að stjórnvöld og Seðlabanki er að gera það aftur núna með verri afleiðingum en í fyrra skiptið!
mbl.is Reynir á ákvæði stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Stjórnvöld gátu t.a.m ekkert gert vegna Icesave en EES reglur leyfðu Icesave. Áttu stjórnvöld þá að ganga gegn EES samningnum?

Þessi skýrsla er lýðskrum sem sýnir greinilega að margir skilja ekki hverjar rætur þessarar kreppu eru? Af hverju eru þingmenn og ráðherrar ekki látnir svara því hvaðan allir þessir peningar komu sem allt í einu var hægt að lána hér? Það er hætt við að lítið verði um svör og svo sitjum við uppi með það fólk. Ef menn skilja ekki hvað fór úrskeiðis geta þeir ekki lagað það.  

Helgi (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 20:47

2 identicon

Rétt hjá þér Helgi.

Icesave var löglegt, en Þeir sem áttu að sjá til þess að það væri sett inní dótturfélag á Bretlandseyjum brugðust.

Ingibjörg, Árni Matt og Björvin.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 21:24

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Er ekki nær fyrir Alþingi að reyna að skilgreina hlutverk sitt og síðan hlutverk framkvæmdavalds.  Ég veit ekki betur en að atburðir síðustu mánuða hafi sýnt skýrt vilja þjóðarinnar,og þjóðin hafi ekki verið að ræða um landráð í þeirri atkvæðagreiðslu sem henni hafi verið boðið.

Ef til vill er einhver sem vill láta á reyna landráðsdóm á hendur útrásarmönnum, fjármálastofnunum og öðrum aðilum  fjármálkerfis samfélagsins er tóku stöðu á móti 'Islenskri þjóð.  

Þá skal ekki undanskilja neinn.  Ef alþingismenn ákveða að fara í herferð, þá skal skilgreina þá herferð rækilega á Alþingi íslendinga. Þá verður ekki aftur snúið. 

Er það sem ísl

Á að gefa þeim erlendu aðilum sem tóku stöðu á móti gjaldmiðli okkar og stýra nú bönkunum, möguleika á að  lögsækja íslenska þjóð í krafti einhverrar pólitískrar hefndar, sem stendur að því að Landsdómur gæti komist að niðurstöðu um einhverja sekt okkar ráðamanna í KAOS sem skapast af fjárglæframönnum og "óskabörnum þjóðarinnar" sem allir hylltu í mörg ár.  

Lögreglan stóð ekki vaktina.  

Eggert Guðmundsson, 11.9.2010 kl. 21:31

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Helgi - ég tek undir með þér -

Ágæti Sigurður - við erum sammála um að hér þurfi að hefja uppbyggingu - ef taka á alla orku í aftökur sem þjóna engum tilgangi fer orkan ekki í uppbyggingu á meðan - ef taka á fjórmenningana af lífi - hversvegna þá ekki líka forsetann og forsætisráðherra?

Látum nægja að hirta útrásarliðið -

Nýtum niðurstöður nefndarinna varðandi breytingar á stjórnkerfinu - það er nauðsyn -

Kosningar strax

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.9.2010 kl. 22:11

5 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Merkilegt nokk að enginn er að spyrja af hverju Þjóðhagsstofnun var lögð niður að skipan Davíðs Oddssonar, og af hverju hann vildi endilega komast í Seðlabankastólinn.

Þetta var allt fyrirfram ákveðið að ræna hundruðum og þúsundum milljarða og menn unnu að því í mörg ár að koma sér og sínum í mikilvægar stöður svo að dæmið gengi upp.

Tómas Waagfjörð, 11.9.2010 kl. 22:27

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir allir saman og Tómas þú ert með svarið takk fyrir.

Ég gefst aldrei upp á því að ná fram réttlæti ef menn svara ekki til saka þá komast næstu kynslóðir upp með sama þjófnað lygi og hroka og núverandi stjórnunarkinnslóð það er því miður orðin venja að landi voru að menn þurfi ekki að svara til saka þegar um stórkostleg brot er að ræða fá uppreisn æru og koma svo aftur og aftur sömu mennirnir með nýjar kennitölur og nöfn á fyrirtækum við borgum á endanum!

Sigurður Haraldsson, 11.9.2010 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband