Hætta á sprengingum!

Mikil hætta getur stafað af sumum tunnunum því að í þeim getur leynst eldfimur vökvi eins og terpentína og steinolía ef gat kemur á þessar tunnur og eldur er borin að þeim geta þær sprungið með hörmulegum afleiðingum!sprengingum

mbl.is Olía lak úr mótmælatunnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo sannarlega satt og rétt,,Enda hafa nokkrir látist af slíkum óhöppum hér á landi,, Annars er þessi tunnusláttur afar táknrænn,,Það að fá ráðamenn til að skilja og taka til hendinni hingað til hefur ekki skilað neinum gagnlegum viðbrögðum,,það er eins og að berja í tóma tunnu að tala við þá,,sem og fá þá til að skilja.. Sá sem skilur og vill , hann getur og gerir,,

Bimbó (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 01:18

2 Smámynd: Hvumpinn

Þú veist nú ekki mikið um eldfim efni.  Steinolía er langt í frá að vera svipað eldfim og bensín og nánast engar líkur á að svona tunna springi, nema vera hituð í eldi.  Þú getur hent eldspýtu í steinolíupoll og það slökknar á henni í pollinum.  Það þarf að úða olíunni og eða hita hana vel upp til að ná að kveikja beint í henni.

Hvumpinn, 5.11.2010 kl. 01:26

3 identicon

OK,, Kanski rétt hjá þér,, Kanski ertu til í að velta tómri steinolíutunnu á eld og sannprófa málið að mér sjáandi,, Þetta reyndu tveir óvitar á nýársmorgun fyrir allmörgum árum síðan,, Aldrei hefur nýtt ár heilsað landsmönnum jafn illa síðan.

Bimbó (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 01:39

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég hef ekki nokkuð á móti tunnum í mótmælum en velti þessu upp sem hugsanlegum möguleika þegar mótmælin standa sem hæst þá er kveikt bál á austurvelli og ekki langt á milli tunnanna og bálsins!

Sigurður Haraldsson, 5.11.2010 kl. 01:44

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Sigurður,

Sammála.  Ég vil benda "Hvumpnum" á að það er ekki vökvinn sem er sprengifimur, heldur gufur.  Það er erfitt að sprengja upp stútfullan bensíngeymi, en geymir sem er með smávegis af bensíni er gífurlega sprengifimur vegna þess að bensíngufur eru margfalt sprengifimari en bensín í vökvaformi.  Þetta er m.a. notað í vélum með beinni innspýtingu og í dísel vélum þar sem bensíninu eða olíunni er úðað í mjög fínum úða inn í sprengirýmið undir þrýstingi.  Ég vil t.d. benda á sprenginuna sem varð í TWA flight 800 árið 1996.  Talið var að sprenging hefði orðið í miðjutanki vélarinnar sem var nánast tómur. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 5.11.2010 kl. 02:04

6 identicon

Hárrétt piltar,,  Þegar barið er í tóma tunnu með málmrörum og hömrum getur auðveldlega hlaupið neisti,, Neisti sem dugar til kveikja í gufu sem púast út úr tunnunni við barsmíðarnar,, Nærstaddir sleppa ekki óskaddaðir frá slíkri sprengingu,, Nánast ómögulegt að þrífa slíkar tunnur svo öruggar séu..

Bimbó (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 02:11

7 identicon

Steinolía er umhverfisvænsti vökvi af öllum olíuvörum og eins terpentínu svo ekki skil ég því það þþurfti að ræsa út sveit manna til að hreinsa þetta sull upp enda ekki meira en smurolía sem lekur frá mörgum bílum borgarinnar og það jafnvel á gangstéttum því ekki kann þorri lansdsmanna að leggja bílum

Kobbi (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 09:53

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Allavega þar að huga að því hvaða innihald hefur verið í tunnunum áður en við förum að berja þær í klessu því að í upphafi skildi endinn skoða.

Sigurður Haraldsson, 5.11.2010 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband