Athugasemd!

Hér er athugasemd! Með tilkomu á nýrri róbótatækni hafa fjós og aðstaða fyrir kýr verið stór bætt það er að segja kýrnar ganga lausar og sofa á sérstökum legubásum með mjúka dýnu undir sér og hafa aðgang að kjarnfóðri og heyi eins og þær vilja einnig er loftræsting og lýsing gríðarlega fullkomin og hitastig í fjósunum mjög jafnt allt árið í kring. En hinsvegar ef þær  eru settar út þá er ekki jafnt loft né hitastig og oft á tíðum hækkar frumutala upp úr öllu valdi við þær breytingar sem þær verða að þola! 

Það er einn möguleiki fyrir bændur sem eiga  kýr sem ganga í róbót að leysa þennan vanda til að koma til móts við Matvælastofnun hann er að hafa gerði fyrir utan fjósið þannig að kýrnar komist út í hreint loft og geti sólað sig undir biti mývargs.


mbl.is Níu kúabændur kærðir til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég er þér alveg sammála. Ég hef komið í fjós, þar sem lausagöngbásar eru og kýrnar sofa á dúnmjúkum básum. Geta farið út að vild, en merkilegt nokk, ð sögn bóndans, kusu þær í sumar í góðviðrinu frekar að vera inni en úti og fylltu ekki þann lágmarkstíma sem þær ættu að vera úti. Ég held að það verði að taka tillit til þess, hvernig fjósin eru og hvað kýrnar kjósa sér sjálfar!!!

Sigurlaug B. Gröndal, 26.11.2010 kl. 09:45

2 Smámynd: Sigurður Baldursson

Því má bæta við að sólbruni er oft vandamál á júgrum og spenum hjá kúnum. Maður hefur séð ljót brunasár eftir sólina. Ég hef kýrnar oft inni yfir hádaginn meðan sólin er sterkust til að koma í veg fyrir þetta. Annars finnst mér mikil mótsögn í þessu að við sem erum með lausagöngufjós og kýrnar ganga lausar erum hundeltir af MAST , á sama tíma og  kýr eru bundnar á básum í 10 mánuði á ári og geta ekkert annað en lagst og staðið upp. Það er ekki nema von að þær skvetti úr klaufunum á vorin .!!  

Sigurður Baldursson, 26.11.2010 kl. 11:45

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sigurlaug og Sigurður það er málið löginn eru miðað við gömul úrelt gyldi!

Sigurður Haraldsson, 28.11.2010 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband