Gott.

Það er gott að þið fylgist með fjallinu, skoðið allt umhverfið og Bárðarbungu passið ykkur að fá ekki gosið upp í afturendan á ykkur frá þeirri stóru eldstöð!
mbl.is Fylgjast náið með Grímsfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það ferd thu ekkert að hafa leið a því að hafa alltaf rangt fyrir ther?

David stefansson (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 13:07

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Davíð því miður þá hef ég ekki rangt fyrir mér vildi óska að það væri þannig því að þegar Bárðarbunga fer að gjósa þá er það ekki neitt túristagos eða eitthvað sem við þekkjum nema í gömlum heimildum og þar eru ekki fagrar lýsingar á ferð! Tímasetning er ekki eitthvað sem ég get sagt til um hvað varðar byrjun á þessum hamförum en það styttist óðfluga í þær sama hvað hver segir eða talar niður til mín. Lifið heil.

Sigurður Haraldsson, 13.1.2011 kl. 13:21

3 identicon

Sæll

Þú sérð fram á miklar hamfarir. Það væri forvitninlegt að heyra nánari lýsingu á þessu. Hvenær hefst það? Hversu lengi stendur það yfir? Umfangið? Erum við að tala um Eldgjá 934 eða jafnvel skaftárelda. Myndir þú segja að hver einasti skjálfti eða smá-gos væri í raun forsmekkurinn að umfangsmeiri umbrotum.

kv

jón

jón (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 16:04

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Jón já þetta er undanfari og gosið er í ætt við Eldgjá og Skaftárelda að stærð það er sýn mín og mun standa í marga mánuði allt að ár með miklum eiturgufum og hraunflæði í sjó fram einnig mun verða talsvert öskufall og risaflóð úr Vatnajökli! Þetta er það sem ég sé og hef talað um en tímasetning á byrjun hamfara er ekki á ljósu fyrst hélt ég að það myndi opnast í haust en það gekk ekki eftir en tíma á þannig hamfarir er ekki gott að sjá samt finnst mér að það sé ótrúlega stutt á þær miðað við tíma jarðsögunnar! Fyrir stuttu benti ég á að skjálfti upp á 7,2 í Kyrrahafi myndi koma fram hjá okkur skömmu seinna og það stóðst flekinn fer saman þar en skríður sundur hér, fyrst skelfur á brotabeltinu við Eldeyjarboða og síðan færast skjálftarnir upp á landið enda í miðjunni á sprungunni sem síðan orsaka hamfaragosið! Hvort það er þessi stóri skjálfti úti eða sá næsti eða þar næsti verða til þess að opna gjánna er ekki gott að spá en eins og ég hef áður bent á þá er það stutt mjög stutt á jarðsögulegum tíma!

Sigurður Haraldsson, 13.1.2011 kl. 17:50

5 identicon

Íjarðfræðitímum í leiðsöguskólanum 2006 sagði kennarinn okkur að það væri ekki spurning um hvort Bárðarbunga gysi heldur hvenær. Gæti gerst á morgunn,,,eða eftir 100 ár,,, Allavega er það líklega hættulegasta eldstöðin á landinu. Hann sagði að þegar hún gýs yrði líklega ekki hægt að fljúga á milli evrópu og ameríku í 1 ár. Við býum á eldfjallaeyju og þar sem einusinni hefur runnið hraun, mun aftur renna hraun.

anna (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 18:16

6 identicon

Sorry,,, við búum (ekki býum)

anna (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 18:17

7 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég hef fylgst með blogginu þínu Haraldur og held því miður að þú hafir rétt fyrir þér. Ég veit það er erfitt að tímasetja svona atburði, þú talaðir um að það yrði sl. haust en þá var veður óvenju hlýtt þannig að kannski það hafi ruglað þig í ríminu varðandi sýn þína.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 13.1.2011 kl. 19:13

8 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Fyrirgefðu Sigurður átti það að vera.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 13.1.2011 kl. 19:14

9 identicon

hvar er best að halda sig þegar það gýs? ..eiga landsmenn að flýja land eða halda kyrru fyrir? :)

ásgeir (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 21:27

10 identicon

Bárðarbungan er mikilvirk og það er alveg rétt sem sagt er. ekki spurnig hvort heldur hvenær þetta rifnar upp.

Landsmenn hafa flúið áður til annar landa vegna eldgosa.

spennandi...

Jón (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 21:45

11 identicon

Það er ansi mörg eldvirk svæði sem er ekki spurning hvort heldur hvenær fari af stað. Hekla og Grímsvötn hafa verið mjög virk síðustu áratugi- en það hafa bara verið smá fret miðað við risana á borð við Öskju,  Kötlu og Bárðarbungu. Þær eru sko ekkert grín- en svo má einnig geta þess að hæsta fjall landsins, Öræfajökull er enn virkur, hefur reyndar verið þægur í 750 ár en ef hann fer af stað þá er það sko ekkert fret! Svo er óvíst að slokknað sé á Reykjanesinu og eldkeilum á borð við  Snæfell og Snæfellsjökul. Hitt er annað mál að þetta gæti allt verið spurning um 1, 50, 100 eða jafnvel fleiri hundruð ára hjá  þessum eldstöðvum. Og ekkert sem segir að nein af þessum fjöllum séu að fara af stað- en nauðsynlegt að vita að eldstöðvarnar eru til staðar, það má bara ekki loka fyrir þeim augunum og segja að það gerist ekki neitt. Landsmenn verða að vera meðvitaðir um þessa vá- og kannski minnast þess hvernig þetta land er nú einusinni orðið til.

arnór (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 00:42

12 identicon

Leiðrétting: Öræfajökull hefur verið þægur í 650 ár, ekki 750. Síðasta gos var 1362 með ógurlegum  hamförum. Jarðfróðir menn hafa nú reyndar litlar áhyggjur af honum eftir því sem ég kemst næst...en hann mun víst ekki alveg útbrunnin og- þannig séð- í fullu fjöri.

arnór (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 00:48

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir gott fólk að skoða skrifin og aðvaranir hvað varðar gosið í Bárðarbungu, Eyjafjallajökull gaus og svo og Fimmvörðuháls sem kom á óvart það er ferlið sem er sérstakt við fyrri gos því er það á hreinu að sprungan sem liggur þvert yfir landið er mun virkari en hún hefur verið undanfarinn ár hundruð og tími komin á hana, það sem er sérstakt við þetta er að sýn mín er búin að vara löngu áður en gosið í Jöklinum kom svo ég er ekki að draga neinar ályktanir  heldur aðvara vegna þess að það er um slíka atburði að ræða að við ráðum ekki við aðstæður þess vegna er nauðsynlegt að undirbúa alla sem best fyrir það sem er að koma, þegar gosið byrjar er það of seint!

Sigurður Haraldsson, 14.1.2011 kl. 00:57

14 identicon

Arnór ég verð að leiðrétta þig, Öræfajökull gaus síðast 1727.

kv

jon

jón (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 11:15

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir innlitið Jón.

Sigurður Haraldsson, 21.1.2011 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband