Efist þið ennþá?

Er einhver efins ennþá um það að tími stórhamfara sé upp runninn á hnettinum! Fyrir mitt leyti þá er svarið nei því að það er  orðið ljóst að eldgos og jarðskjálftar eru nú þegar orðnir mun stærri en verið hefur síðustu ár hundruð ef ekki ár þúsund!!!!!!!
mbl.is Aska frá Etnu lokar flugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já reyndar er ég efins ennþá, það er lítil sönnun þó ég sjái eina hríslu skjálfa í golunni.

Tími hamfaraspámanna virðist upp runninn og .....liðin, án teljandi áhrifa.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2011 kl. 20:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefurðu hugleitt að þú hafir þessa tilfinningu vegna aukinnar fjölmiðlunnar og fréttaflutnings hvaðan æva af hnettinum. Upplýsingaöldin manstu?  Að öðru leyti er þetta alger himinhrópandi steypa í þér.  Þú mættir kannski skoða söguna svolítið nánar áður en þú hrópar að himininn sé að hrynja við það eitt að  þú fáir akarn í kollinn eins og ungi litli í sögunni forðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.7.2011 kl. 21:32

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skipta svo yfir í koffeinlaust Siggi, mæli með því. Sparar líka upphrópunarmerki.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.7.2011 kl. 21:37

4 identicon

Ekkert meira að gerast í henni veröld á jarðfræðilegan mælikvarða en undangengnar aldir.

Eini munurin eins og Jón Steinar bendir réttilega á er meiri umfjöllun fjölmiðla og oftar en ekki í æsifréttamennskustíl.

Mælitæki eru einnig nákvæmari og víðar í veröldinni og því fáum við mun betri upplýsingar um jarðskorpuhreyfingar.

Gangleri (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 22:28

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Sigurður..Varstu að lesa Opinberunabókina??

Vilhjálmur Stefánsson, 9.7.2011 kl. 22:31

6 identicon

Á Jörðinni eru að meðaltali um 20 eldgos í gangi á hverjum einasta degi og hefur verið um laga hríð. Eldgos og ýmiskonar áttúruhamfarir sem fyrir nokkrum árum hefðu ekki ratað í Íslenska fjölmiðla eru nú forsíðufréttir.

Beinar útsendingar á netinu frá hamfararsvæðum, skógareldum, umferðarteppum og kindum á beit. Kindunum hefur ekkert fjölgað við það að fleiri geta horft á þær á netinu.

1883 sprakk eldfjallið Krakatoa, 40.000 fórust. Sumir á Íslandi fréttu það nokkrum árum síðar, aðrir áratugum síðar. Höggið fannst víst alstaðar á hnettinum. Þá voru engar beinar útsendingar, fréttaskýringar, safnanir og viðtöl við Íslendinginn á staðnum.

1976 er áætlað að yfir 600.000 hafi farist í jarðskjálfta í Kína, fréttir voru litlar og bárust seint. -1920 um 200.000 Kína - 1923 140.000 Japan - 1948 110.000 Turkmenistan - 1908 72.000 Ítalíu - Listin er langur og fréttaflutningur var lítill af þessum jarðskjálftum síðustu aldar.

DagurPx (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 22:46

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir það má vera að þetta sé rétt hjá ykkur að hluta en sjáum til hvað setur ég sjáfur verð ánægður með það að þetta sé allt saman vitleysa sem ég sé framundan hér hjá okkur og um víða veröld. Fréttamennskan er kannski málið en ég er efins um það og um leið árétta að ég er ekki að spá heimsenda það er ekki í mínu valdi að gera það né nokkurs annars. Jón Steinar kaffi drekk ég ekki né annað koffín í dag svo það er ekki málið

Sigurður Haraldsson, 9.7.2011 kl. 23:04

8 identicon

Ætli það sé verið að tala um flugvöllinn í Cataníu ? - mér þykir ólíklegt að það sé flugvöllurinn í Palermo þar sem hann er töluvert langt í burtu og hallast að Cataníuvellinum . Frekar lélegt að að vera með fréttina svona óskýra !

kv  Valgarð

Valgarð (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband