Eftir hverju er verið að bíða?

Ef til eru peningar þá spyr ég eftir hverju er verið að bíða með að borga kröfur eins og Icesave? Það skildi þó aldrei vera að þeir peningar sem sagðir vera til séu ekki í hendi og þegar á reynir komi aldrei fram frekar en þegar þúsundir milljarða hurfu úr kerfinu 2008 annars væri gaman að sjá skilanefnd Landsbankans láta Breta og Hollendina hafa jafn mikið virði í gulli og þeir seigast hafa í pappírum því það er nákvæmlega það sama ef þeir eru að segja satt! Allar tölur um inneignir og heimtur eru bara rúnir á blaði en ekki seðlar mynt og gull í húsi eins og hjá Jóakim aðalönd.

mbl.is Sækja fast að fá greitt úr þrotabúinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú segir satt.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2011 kl. 11:28

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sigurður, það er eftirtektarvert hvað þér tekst miklu oftar að segja satt.

Skilanefndarkálfarnir sem hafa verið að skjótast upp eins og kallinn úr kassanum fyrir fimm milljónir á mánuði komandi með gamlar tölur um verðmæti pappíranna. 

Síðast komu þeir með tölur frá 2. ársfjórðung um stórauknar heimtur í þrotabú Landsbankans, þó heimsbyggðin viti að pappírsverð hefur verið í frjálsu falli frá því í byrjun ágúst.

Magnús Sigurðsson, 8.9.2011 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband