Ráða ekki við!

Lögreglan ræður ekki við að gæta bústaða sem eru komnir um allt land eins og gorkúlur! Sumarbústaðamenning okkar er komin út úr korti fyrir mörgu síðan og því miður stjórnun landsins líka því að þjófnaður þykir ekkert tiltöku mál lengur því að það læra börnin sem fyrir þeim er haft!

mbl.is Selja bústaði eftir innbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innbrot í sumarbústaði er ekkert nýtt.

Í byrjun níunda áratugarins var reglulega brotist inn í sumarbústað sem fjölskyldan átti og í bátaskýlið og utanborðsmótorum stolið.  Það var ekki fyrr en að "of þungur" utanborðsmótor var keyptur að hann fékk að vera í friði. 

Stefán (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 08:03

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður þessi með mótorinn.

Sigurður Haraldsson, 24.10.2011 kl. 11:24

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Gæti ekki verið ráðlegt að ráða  mann, eða menn, í að gæta sumarbústaðasvæða að vetrinum. Það gæti eflaust sparað eigendum áhyggjur og menninrnir fengju vinnu núna í atvinnuleysinu? Þetta getur varla kostað hvern eiganda mikið, þegar margir eru um hituna.

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.10.2011 kl. 13:44

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú er um að ræða tiltölulega fámennan hóp manna sem hafa verið í þessum innbrotagengjum. Ekki ætti að vera stórt mál að setja einhverja tækni í gang t.d. að unnt sé að fylgjast með þeim og ef þeir nálgast viðkvæm svæði, þá sé unnt að góma þá.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.10.2011 kl. 22:52

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Eitt er víst að nauðsynlegt er að grípa inní svona slæma þróun í þá átt að eingin getur verið öruggur með eignir sýnar í bústöðum með þessu framhaldi!

Sigurður Haraldsson, 24.10.2011 kl. 22:57

6 identicon

Það eru til ýlur með skynjurum sem æra þann sem startar hátýðnihljóði sem mannseyru halda ekki út.  En þá þarf líka að vera vel girt svo að kindur á röltinu þurfi ekki að ærast.

Skyldi þetta hljóð halda músum frá?

Það væri líka hægt að setja háværann lúður hátt uppí tré með skynjara fyrir allt svæðið tengdan í tölvu lögreglunnar??? Hugmynd frá þýskum íslandsvini sem vert er að hugsa um.

Ég á engann sumarbústað, en þrái að eignast einn, helst með engu rafmagni. Ekkert sjónvarp eða tölvudót þar. Nostalgie!

anna (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 23:40

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nágrannavarsla hefur víða gefist vel. Sé fylgst með ókunnugum þá er unnt að upplýsa og koma í veg fyrir tjón af völdum innbrota.

Sjálfur eg með fjölskyldu minni með lítið hús sem þjófar hafa látið í friði. Kannski það sé góður kostur enda ekki mikil verðmæti varðveitt þar. Alla vega dytti engum heilvita þjóf að brjótast þar inn. En þeir eru því miður ekki skynsamir enda hafa glæpir aldrei borgað sig. Fyrr eða síðar kemst upp um þá.

Guðjón Sigþór Jensson, 25.10.2011 kl. 00:08

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er sumarbústaður í alvöru Anna eitthvað sem ekki er með öllu eins og í íbúðinni!

Rétt Guðjón nágrannavarsla er flott mál og einnig að hafa ekkert mjög verðmætt í bústaðnum það ætti líka að letja þjófana.

Sigurður Haraldsson, 25.10.2011 kl. 23:08

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Var öll sumur í sumarbústað sem barn, þar sem hvorki var rafmagn eða hitaveita. Allur hitinn kom frá kolavél og ljósin frá kertum og olíulömpum. Við krakkarnir vorum böðuð einu sinni í viku, í stórum galvaniseruðum þvottabala, Við vorum níu í heimili, oftast þó átta í bústaðnum. Allur þvottur var þveginn í bað balanum,  á þvottabretti og hengdur út á snúrur, hvort heldur skein sól eða rigndi, en þá var hann bara látinn hanga þar til stytti upp.

Ég átti efnaðan föður og heima hjá okkur í Reykjavík voru öll þægindi, en þarna vorum við frá því um miðjan júní fram til mán.móta ág. sept. Útsýnið var dásamlegt, endalausir móar að leika sér í, þröngt á þingi innandyra, en allir ánægðir. Aldrei sá ég eða heyrði mömmu kvarta eða sakna þægindana sem voru til staðar í bænum.

Heppnin var með þessum bústað sem stóð undir smá bratta þannig að fennti hressilega yfir hann á vetrum. Þetta var við Þingvallavatn, en bústaðirnir sem voru þarna í langri röð meðfram vatninu urðu allir fyrir "heimsóknum" svona skaðræðisgripa, sem undantekningarlaust voru menn og konur sem höfðu lent á skjön í lífinu og þetta var lifibrauðið.

En eins og þú segir Anna, er miklu huggulegra að hafa allt sem frumstæðast í svona bústöðum og leifa streitunni að líða úr skrokknum við smá rómantík og kertaljós.

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.10.2011 kl. 23:45

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott innlegg Bergljót og gaman að sá hvernig þetta var. Ég er alveg viss um að það myndi bjarga okkur mikið áfram út úr þeim þrengingum sem við búum við núna ef fólk hætti að lifa um efni fram og eins og kóngar margir hverjir.

Sigurður Haraldsson, 26.10.2011 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband