Eru þetta einu göngin á Íslandi?

Eru Vaðlaheiðargöngin einu göngin á Íslandi sem standa ekki undir kostnaði?
mbl.is Veggjöld standi ekki undir kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þegar kemur að vegframkvæmdum er mjög erfitt að fullyrða um hvortþað standi undir sér þar sem "verðmætin" eru þess löguð að vonlaust er að seigja til um verðmætið eins og líf sem tapast eða frelsið að vera ekki tepptur. Hér er spurt um hvort veggjöld muni standa undir þessari framkvæmd og í ljós hefur komið að svo er ekki. "Arður" af þessari framkvæmd er næstum enginn en mikill kosnaður. Styttingin er ekki mikil, kippir ekki út hættulegum vegi, núverandi vegur er ekki viðhaldsfrekur, ekki torfarinn þó þarna geri snjó. Eftir að Bolungarvíkurgöng voru grafin sparast 1-2 mannslíf á áratug að jafnaði, hættulegur vegur hvarf, sparnaður kom til þar sem ekki þarf að halda vegi við sem og við snjómoksur. Auk þess kemst fólk frekar á milli í vondum veðrum.

Ég myndi mæla með að þú takir ferð á Siglufjörð og ræðir þar við heimamenn um siglufjarðarveg og strákagöng ef þú ert að ýgja að þeim.

Að mínu mati er þetta sú forgangsröðun sem á að viðgangast þegar valið er um hvar á að bora;   A) Taka út hættulega vegkafla, B) Rjúfa einangrun C) bæta samgang D) Spara peninga(td vegna snjóa/snjóflóða, koma bundnu slitlagi og spara viðhaldskosnað og fleira í þeim dúr) E)stytta vegalengdir umtalsvert 

Raða þeim kostum sem uppi eru og velja þannig úr 5 efstu og láta þar kosnað og umferð ráða þar.

Brynjar Þór Guðmundsson, 6.1.2012 kl. 20:37

2 identicon

Hefuru einhverntíman keyrt víkurskarðið ? yfir vetur ?

Þetta er bara stórhættulegur vegur, sérstaklega fyrir flutningabíla o.s.f sem fara þarna 3-5 sinnum í viku!

Þarna hafa verið nokkur banaslys líka. Þessi göng væru guðsgjöf fyrir þá sem aka þarna mikið, og yfir veturinn. Og þarna sparast líka rosalegur kosntaður ef ekki þarf að moka þennan kafla yfir veturinn, vegurinn styttist líka rosalega.

Endilega farðu yfir gögnin.

http://mbl.is/frettir/innlent/2009/10/23/bilveltur_i_vikurskardi_og_a_holtavorduheidi/

http://feeds.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/26/bilvelta_i_vikurskardi/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2000/12/31/sjo_a_slysadeild_eftir_hardan_arekstur_i_vikurskard/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/03/17/mysa_ut_um_allt/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/12/17/ruta_fost_i_vikurskardi/

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/03/20/tveir_bilar_festust_i_vikurskardi/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/12/20/buid_ad_opna_vikurskard/

Þetta er bara eftir 30 sec google, nenni ekki að sóa meiri tíma í þetta.

Manni (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 21:00

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Ég sé ekki brýna þörf í djúpri kreppu, á vegagerð og göngum, sem ekki virtust skipta nokkru máli þegar hér var allt í brjálaðri uppsveiflu gervi-bankakerfisins.

Mannslífin á vegunum urðu allt í einu svo mikils virði hjá sumum pólitíkusum þessa lands, að það mætti halda að á vegum Íslands hafi einungis ekið dauðar persónur fram að bankahruninu!

Ég sé fyrir mér tóman ríkissjóð sem ekki á fyrir rekstri sjúkrahúsanna í landinu á erfiðustu tímum á Íslandi frá stofnun hins svokallaða "sjálfstæðis". Eru mannslífin minna virði á sjúkrahúsunum, heldur en á vegum landsins?

Það eru vegir á þessu landi sem ekki skapa einu sinnu hættu, því þeir eru svo kolófærir stóran hluta af árinu, að engum dettur einu sinni í hug að reyna að keyra þá! Sumir landshlutar eru nefnilega ekki einu sinni í nothæfu vegasambandi stóran hluta af árinu.

Það verða ekki slys á vegum sem eru svo lélegir, að ekki þýðir einu sinni að reyna að nota þá stóran hluta af vetrinum!

Hvar á forgangsröðunin að vera úr sameiginlegum sjóði landsmanna, sem kallaður er ríkissjóður?

Hvers vegna barðist Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknar-maddaman fræga, ekki fyrir lífsnauðsynlegum Vaðlaheiðargöngum í góðærinu, frekar en Kárahnjúkavirkjun og álbræðslu á Reiðarfirði, sem nú er að draga saman í þeirri álbræðslu?

Nú er komið að því að þingmanna-pólitískri kjördæma-klíkustarfsemi verði sagt upp störfum, af þjóðfélagsþegnum þessa lands, sem borga sína skatta í þennan svokallaða "ríkissjóð"!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.1.2012 kl. 21:40

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er auðvelt að reikna út arðsemi þegar eldsneyti hækkar um 150% hætt verður við orkufrekan iðnað á Bakka þannig minkar umferð sjálf krafa og um leið aðrsemismat óhagstætt, þvílíkt bull og vitleysa.

Konur sem enn eru í barneign austan Vaðlaheirar íhuga alvarlega að stilla þungunum inn á vor sumar og haust mánuði vegna hættu á að lenda í stór hættu um vetur út af Víkurskarið sem ekki er hægt að tryggja opið!

Mæli með vegskálum á Víkurskarðið ef ekki koma göng.

Sigurður Haraldsson, 6.1.2012 kl. 23:59

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Konur sem enn eru í barneign austan Vaðlaheirar íhuga alvarlega að stilla þungunum inn á vor sumar og haust mánuði vegna hættu á að lenda í stór hættu um vetur út af Víkurskarið sem ekki er hægt að tryggja opið!" Síðast þegar að því koma að kona mín skildi verða léttari þá þurftum við að fara yfir 2 fjallvegi í mars mánuði á mánudagsmorni í blindbil. Fyrir vestanþarf fólk að fara yfir 7-9 fjallvegi í sömu erindagjörðum. Það er tilgangslaust að fara í pissukeppni Sigurður. En auðvitað ættu að vera vegskálar þar sem er vitað er að slæm veður geta gert, en við vitum sennilega báðir að slíkur skáli stendur ekki lengi eins og sá sem var á siglufjarðarvegi.

Manni, Já og Já. Stóra vatnsskarð og litla vatnskarð eru jafn slæm og víkurskarð, í raun eru flest vegskörð jafnslæm eða verri en víkurskarðið. Á ferðum mínum austur hef ég lent í meiri vandræðum á öxnadalsheiði og stóravaskarði en víkurskarði auk þess sem víkurskarðið er tiltörulega stutt miðað við öxnadalinn. Viltu að ég "googli" fréttum um lélega færð fyrir austan(á austfjörðunum) eða á vestfjörðunum?

 Anna, skatturinn sem tekinn er af eldsneytinu á að renna til vega og samgöngumála. Á árunum 2004-2006 fór ekki nema 60-70% af þeim fjármunum þangað sem þeir áttu að fara.  "Það verða ekki slys á vegum sem eru svo lélegir, að ekki þýðir einu sinni að reyna að nota þá stóran hluta af vetrinum!" Þers vegna er verið að bora

Brynjar Þór Guðmundsson, 7.1.2012 kl. 10:16

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Brynja það er verið að afstýra byggð í dreifbýli með stjórnvaldsaðgerðum úr Reykjavík!

Sigurður Haraldsson, 7.1.2012 kl. 14:56

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Afsakaðu Brynjar Þór það átti auðvitað að vera r í endanum.

Sigurður Haraldsson, 7.1.2012 kl. 14:57

8 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

" Brynjar það er verið að afstýra byggð í dreifbýli með stjórnvaldsaðgerðum úr Reykjavík!" Það held ég líka. Það þarf að berjast af fullri hörku gegn því. Þó að vaðlaheiðagöng séu mikilvæg og þurfa að vera boruð þá eru önnur göng sem eru skynsamlegri. T.d skil ég ekki hvers vegna það er ekki fæðingarþjónusta í öllu byggðalögum, það kostar það sama ef ekki meira að vera að keyra bæði ljósmóðurinni í mæðraskoðunina og að koma konu í barnsnauð í öllum veðrum langar leiðir. Það sem við þurfum að berjast fyrir er annars vegar bætingu í sjúkrahúsum landsins og því að það fjármagn sem er eyrnamerkt vegagerð fari þangað. Því fyrr sem við klárum mikilvægustu göng og leiðir fyrir austan og vestan, því fyrr er hægt(að mínu mati) að ráðast í vaðlaheiðargöng

Þannig að það komi fram, að þá er ég ekki að lasta þörf fyrir vaðlaheiðargöng ef menn grunar það, aðeins að benda á að það eru önnur mikilvægari sem þarf að bora fyrst

Brynjar Þór Guðmundsson, 7.1.2012 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband