Málið að tapast.

Kjarngott íslneskt mál auk kunnáttu manna að sétja það í samhengi er að tapast, eins og í þessu tilfelli þá er það að vissu leiti rétt að kindur geta farið að hvolf en það er alltaf kallað að fara afvelta sem er gamalt og kjarnyrt mál. Reyndar leiðréttir fréttin orðtiltækið en það eitt og sér dugir ekki því að auðvitað ætti höfundur fréttarinnar og lögregla að sleppa því að tala um annað.

mbl.is „Kind á hvolfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Alveg sammála.

Ómar Gíslason, 26.6.2012 kl. 11:03

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll og þakka þér.

Sigurður Haraldsson, 26.6.2012 kl. 12:39

3 identicon

Ef fréttin hefði verið þýdd yfir á kjarngóða landsbyggðarpakkísku og lögreglan og fréttamaðurinn ekki gert góðlátlegt grín af málskertum innhringjanda, þá hefði enginn ykkar og allra síst ég tekið eftir þessari frétt. Hún hefði sennilega ekki ratað í fjölmiðla heldur, því varla er þetta nú eina dýrið sem rúllað hefur afvelta á þessu sumri á landinu bláa.  Ég gleðst yfir að hér gafst kjörið tækifæri til að útskýra og mynna á að sauðkindur eru í meiri hættu afvelta en við mannkindurnar.

Edda (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 16:33

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Satt er það, margir eru að tapa málinu í þeirri mynd sem það var fyrir ekki meira en 20 árum. Atburðurinn þótti fréttaefni eingöngu vegna þess með hvaða orðum látið var vita af ánni, þar sem hún lá afvelta. 

Það er nauðsynlegt að láta fljóta með fréttir af þessu tagi og eins fréttaleysu sem er til þess eins fallin að gleðja lesendur. Nóg er af bölmóði samt.

Landsbyggðarpakkískumælandi dreifbýlistútta kveður að sinni. 

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 26.6.2012 kl. 18:03

5 identicon

Mér finnst þetta nú bara ansi gott og rétt hjá innhringjanda. Ég flissaði þó eilítið enda bóndi sjálfur og fannst því "á hvolfi" ansi skondin leið til þess að koma máli sínu á framfæri. En nægir þó enda er kindin bókstaflega á hvolfi og ég skil ekki hvað fólk er að kippa sér upp við það. Ef að innhringjandi hefði sagt að hér væri kind "reversuð" eða "upsæd dávn" þá hefði ég nú hrisst hausinn. En á hvolfi er nú góð og gild Íslenska síðast þegar ég gáði.

Það er ekki allir sem eru aldir upp bændur eða við dreifbýli þótt að ég hafi gerst svo heppinn að fá það uppeldi. Ég tildæmis geri ekki lítið úr því þegar eldra fólk hefur ekki orðaforðann til þess að lýsa því sem finnst í minni starfsgrein sem er tölvuleikjahönnun.

Afsakið mig, en nú ætla ég að fara og fá mér eina PULSU.

Jóhannes Gunnar Þorsteinsson (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 20:28

6 identicon

Rollan er öfug.

Bessi Besservisser (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 22:39

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl Edda ertu að gagnrína mig eða er ég að misskilja þig

Sæl Anna já segðu

Sæll Jóhannes já það þýðir sennilega ekkert að malda í móinn með þetta frekar en annað en það gæti allt eins púnterað hjá mér og mörgum þætti það undarleg mállíska

Sælir Bessi já það gefur auga leið hún snéri öfugt

Sigurður Haraldsson, 27.6.2012 kl. 23:35

8 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég vann um árabil á Kaupfélagskontórnum á Akureyri. Framan við kontórhúsið var fortóv eins og við svo mörg önnur hús. Sjálfsagt hefur einhver parkerað skrjóðnum sínum við þetta eða annað fortóv og skipt um dekk þegar punkteraði hjá viðkomandi. Ég er alveg sjúr á'ðí að sá hefur ekki smælað á meðan hann skipti, en shit, hvað hann hefur verið grumpy, enda múttan hans að bíða heima eftir sperðlunum sem hann átti að kaupa fyrir hana. 
Annars bara gott að frétta  

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 1.7.2012 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband