Og hvað svo?

Hvernig dettur mönnum í hug að þessi skjálfti eigi ekki eftir að koma af stað einhverju hjá okkur og um leið af hverju er ekki minnst á það einu orði?
mbl.is Jarðskjálfti upp á 6,6 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Vegna þess að það er enginn rökstuddur grunur fyrir því að smá brestur eigi eftir að koma einhverjir meiriháttar hamförum af stað.

Hvenær ætlar þú að skilja að jarðskjálftar eru fullkomnlega eðlilegt og ALGENGT fyrirbrigði?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.8.2012 kl. 22:02

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl og takk fyrir innlitið Ingibjörg. Ætli ég skilji það ekki þegar ég fell frá og ekki hefur komið hér stóru hamfarirnar sem ég hef talað um

Sigurður Haraldsson, 30.8.2012 kl. 22:19

3 identicon

Jarðskjáftar eðlilegegt og algengt fyrirbæri! já það er rétt að jarðskjálftar koma all oft fyrir víða á þessari kúlu sem við búum á og hljóta því að teljast eðlilegir þannig en um leið er vitað mál að eitthvað kemur þeim af stað, einn daginn getur samt gosið sem er jú líka nokkuð algengt á þessari kúlu og hlítur þá líka að tekjast eðlilegt fyrirbrigði, ég er samt ekkert að taka neina afsöðu hvort að rétt sé að kalla úlfur úlfur um leið og jörð titrar einhverstaðar en samt allt í lagi að skoða málin og gera sér grein fyrir hættuni sem gæti verið til staðar

enn einn siggi (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 23:21

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Jarðskjálftar og eldgos eru undirstöður lífs hér á jörðinni. Án þeirra hefði líf ALDREI myndast hér. Svo já, nokkuð algengur og eðlilegur hlutur.

Það er eldgos á hverjum degi á plánetunni okkar. Á. Hverjum. Degi.

Og því mun fleiri jarðskjálftar.

Jarðskjálftar geta komið til vegna jarðskorpuhreyfingar. Það hefur ekkert með eldgos að gera.

Þau skipti sem jarðskjálftar geta verið fyrirboðar um eldgos. Þeir jarðskjálftar sem í einhverjum tilvikum gætu verið fyrirboðar um yfirvofandi eldgos, eru þeir sem urðu til vegna kvikuhreyfingar. En kvika getur líka hreyfst til án þess að vera að þrýsta sér upp á yfirborðið.

Til að útskýra þetta á barnamáli, svo að Siggi skilji nú:

Alveg eins og ógleði getur verið fyrirboði um ælupest, en manni getur orðið óglatt án þess að æla.

Jörðin getur prumpað án þess að kúka.

Þetta er nokkuð basic. Og þeir einstaklingar sem eru faglærðir í þessu hljóta nú að kunna að lesa á jarðskjálftamælana, sem gefa þá bersýnilega í ljós hvers kyns var.

Svo ef enginn rökstuddur grunur er um yfirvofandi eldgos, er enginn ástæða fyrir því að vera að ræða það eitthvað sérstaklega, bara til þess eins að vera að vekja upp einhverja hysteríu í fólki.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 31.8.2012 kl. 00:03

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég gleymdi að stroka út, "Þau skipti sem jarðskjálftar geta verið fyrirboðar um eldgos."

Biðst afsökunnar, ef þetta ruglaði einhvern.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 31.8.2012 kl. 00:07

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Ingibjörg ég skil ég skil. Væri vikilega sáttur við að ég hefði ekki rétt fyrir mér með það að stóra gjáin opninst ekki í hamfaragosi í suð-vestur frá Vatnajökli nánar til tekið frá Bárðarbungu eldstöðinni.

Sigurður Haraldsson, 1.9.2012 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband