Kemur ekki á óvart!

Þetta kemur mér ekki á óvart því að banka mafían þarf að ná sem mestu til sýn frá þjóðini áður en hún hrinur aftur til grunna!
mbl.is Rukkað fyrir þjónustu hraðbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Sæll Sigurður.

Mér þykir ljóst að þú hefur ekki búið erlendis á kveininu sem er alltaf í þér ;o).

Ég hef búið í 5 evrópuríkjum frá 2001 og í ÖLLUM þeirra rukka bankarnir x% af útekt og hærri % af úttekt á kreditkortum.

Ísland er ekkert verra en önnur ríki og menn grenja líka um olíuverð. Kíkið á verðið í Svíþjóð, líterinn á 300kr núna á síðasta laugardag.

Kynntu þér málin því það er ekki eins og að Ísland sé í einhverjum sérflokki í að reyna að vera vond við almenning. Finnst þetta bara eðlileg gjöld og ég tek því sem kemur eins og það kemur og mér líður dúndurvel. Þú ættir að prófa að vera ögn jákvæðari annað slagið, kostar ekkert og þín vellíðan nýtur góðs af.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 16.10.2012 kl. 07:38

2 identicon

Júlíus !

Ertu ekki að gleyma launamismuninum !

Allt í lagi að borga ef ég hefði launin í Norge og Sverige !

Alveg hjartanlega sammála þér Sigurður.

2007 grðgin komin aftur.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 07:56

3 identicon

Ég er hissa á því að svona gjaldtaka hafi ekki verið löngu byrjuð. En takið eftir að banki allra landsmanna er gráðugasta lúsin sem leggst á fé landsmanna.

Baldur (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 08:16

4 Smámynd: Skarfurinn

Verð nú að taka upp hanskann fyrir Sigurð, því hvort sem þú sért bankamaður eða annað miðað við þvæling þinn erlendis þá ert frekar ósanngjarn þegar þú berð saman hlutina hér og úti.

Þegar bankarnir komu á fót hraðbönkum og heimabönkum sínum til að fækka gjaldkerum og þar með launakostnaði bankanna var skýrt tekið fram að þjónustan yrði ókeypis fyriri almenning, það var sem sagt lygi.

Þú segir að fólk erlendis borgi fyrir þessa þjónustu en gleymir því að þetta fólk borgar lægri vexti og enga verðtryggingu. Svo nefnir þú bensínverð í Svíþjóð 300 kr ltr  en hér um  263,70  í dag, en málið er að laun í Svíþjóð eru 2-3 sinnum hærri þannig að rétt mælt er bensínverð þar mun lægra, það verður að reikna út hvað verkamaður er lengi að vinna fyrir lítranum en ekki einblína á krónutöluna eina.

Skarfurinn, 16.10.2012 kl. 09:08

5 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Ég veit vel hver laun eru í Svíþjóð og Noregi, hef búið á báðum stöðum og á ættingja og vini á báðum stöðum þannig að þið eruð ekki að segja mér neinar fréttir. Ég þekki vaxta og skattakerfið á þessum stöðum líka.

Ég veit vel að laun á Íslandi eru ekki góð en á móti kemur þau hafa aldrei verið það. 1 árs sveinsprófstaksti í vélvirkjun 2006 var 972kr á tíman eða tæpar 1,9m í árslaun.
Á sama tíma í Svíþjóð voru mánaðrlaun í kringum 12þ sænskar(Uppsala). Það er hvað, 240þ íslenskar í dag. Ögn meira vissulega en ekki 3 sinnum meira.
Mér finnst líka fyndið að sjá marga koma með sögur úr þessum löndum þar sem það segir 3 sinnum hærri laun o.sfrv. Þetta er ekkert svona einfalt. Á Íslandi er menttasnobb og fyrir vikið þá verða mjög mörg störf fyrir barðinu á því. Í Noregi er mun meiri launajöfnuður og óháð stétt þá er fólk að hafa það svipað. Vissulega einhver munur en svona almennt mín upplifun á þeim 6 árum sem ég hef búði hérna. Ég kom ekki hérna í gær og veit eitt og annað um laun stétta, skatta o.sfrv. íbúðarlán þar sem ég er með eitt hérna o.sfrv.

 Málið er að á meðan á góðærinu stóð sagði ekki kjaftur orð og fólk lifði í velllistingum á lánum og vann bullandi yfirvinnu og tók það með sem föst mánaðarlaun sem er náttúrulega eitthvað sem maður gerir ekki. Það kostar að halda úti hraðbönkum og heimabönkum. Bara RSA lyklarnir kosta helling enda mikið þar á bakvið.
Ef þið bjóðið uppá þjónustu þá viljið þið fá borgað fyrir hana, ekki vera með þessa hræsni. Ég býð ekki uppá fría þjónustu það er alveg á hreinu enda vinn ég til að lifa en lifi ekki til að vinna.

Ég veit vel að það er ekki verðtrygging hérna og veit vel hvað vextir eru á báðum stöðum en ég reiknaði heldur aldrei með meiru en dagvinnutekjum þegar kom að lántöku og það sama gildir í dag. Yfirvinna er plús fyrir þá sem vilja hana en ég met börnin mín meira en sjónvarp, jeppa, fellihýsi o.sfrv og vinn bara dagvinnu og nýt þess svo að koma heim í faðm fjölskyldunnar. Enn og aftur, á ekki við alla og bið þá sem ekki voruð í þessu að taka þessu ekki sem skoti á ykkur.

Ég forgangsraða því að eyða tíma með fjölskyldunni og fyrir mér er það eina rétta. Mér finnst rangt, eins og var í góðærinu að fólk vann myrkranna á milli til þess eins að eiga ekki minni hluti en nágranninn.

Ég tek fram að þetta á alls ekki við alla en maður sér á æsingi í sumum hver hefur tekið þátt og vill ekki axla ábyrgð. Það er ekki bara hægt að kenna bönkum og ráðamönnum um enda báru þeir ekki ábyrgð á heimskreppunni sem er. Grikkland er skuldum vafið og allt vaðir í óeirðum, USA er mjög mikið atvinnuleysi og þeir skulda Noregi hundruð milljarða bandaríkjadollara, Spánn fór í 30% atvinnuleysi, Bretland, hreinsað út af reikningum fólks o.sfrv o.sfrv.

Það er rosaleg einföldun að kenna öllum um nema sjálfum sér, ég veit það því fyrir allnokkrum árum var ég þannig. Ég kom mér í skuldafen og reyndi að benda á aðra en þegar á daginn er komið þá var það ég sem kom mér í þetta, ég vildi fá þetta og hitt.  

Ég er löngu búinn að borga þetta og allt sem ég geri er 100% eftir bókinni eins ótrúlegt og mörgum finnst það en þannig er það bara og þetta er spurning um að hafa viljan og líta líka í eigin barm og ekki alltaf hreint kenna öðrum um eigin ófarir.
Þeir sem gera það gefa heldur ekki viðkomandi stjórn eða bönkum kredit fyrir það sem þeir hagnast á eða af þeirri velgengni sem viðkomandi hefur. Af hverju ætli það sé?  

Júlíus Valdimar Finnbogason, 16.10.2012 kl. 09:31

6 identicon

Það sem kemur mér mest á óvart er hve fólk verður undrandi þegar bankarnir minna á það að þeir eru fyrirtæki en ekki góðgerðarstofnanir.

Einnig er stórfurðulegt að fólk skuli halda að lág laun eigi að gera það undanþegið frá þjónustugjöldum fyrirtækja eða hneykslunin þegar allir bankar halda ekki gamalt loforð einhvers banka sem ekki er til lengur.

sigkja (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 10:31

7 Smámynd: Skarfurinn

Djöfull eruð þið fáranlegir, vitið þið ekki að bankarnir fóru á hausinn og voru endurreistir á kostnað okkar skattborgaranna ? svo talið þið eins og almenningur skuldi þeim eitthvað ennþá  þrátt fyrir öll þeirra ólöglegu lán, á mannamáli voru bankarnir hálfgerðar glæpastofnanir.

Skarfurinn, 16.10.2012 kl. 11:34

8 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Talaðu fyrir sjálfan þig Skarfurinn. Það er greinilegt að þú horfir ekki í kringum þig og kennir öðrum um, aumkunarvert að horfa uppá svona. Eigum við að ræða alla helvítis aumingjana á Íslandi sem vinna svart? Bera svo fyrir sig að ríkið geri ekkert fyrir þá, hálfvitar.

Eða vesalingana sem skrá sig ekki í sambúð til að fá hærri barnabætur o.sfrv o.sfrv. Held að fólk ætti að kenna þessu fólki líka um enda skiptir engu hvort þú stelur 1000kr eða 1 milljón, stuldur er stuldur.
Eigum við að ræða eitthvað hversu miklir peningar í samfélaginu fara í svarta vinnu og falskar barnabætur? Réttlætir þú kannski gjörðir þessa fólks?

Almenningur stökk líka á þessi ólöglegu lán sem þá voru talin lögleg þannig að ekki reyna í fáfræði þinni að gera alla einstaklinga í samfélaginu að fórnarlömbum því það er ekki þannig og þú veist það. Ef þú veist ekki að landinn eyddi langt um efni fram þá býrðu í kúlu.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 16.10.2012 kl. 12:43

9 Smámynd: Skarfurinn

Í stuttu máli(þú ert of langorður) ertu á þeirri skoðun að allt hið slæma sé fólkinu að kenna en bankarnir gerðu ekkert rangt og þrátt fyrir mikinn hagnað mega þeir taka enn meiri þjónustugjöld.

Skarfurinn, 16.10.2012 kl. 13:26

10 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Alls ekki Skarfurinn. Fyrst vil ég segja, já ég er langorður en oft þegar að ég er stuttorður þá lítur út fyrir að það sjóði á mér .

 Málið er að það er ekki allt fólkinu að kenna svo fjarri lagi. Ég vil meina að bankarnir, ráðamenn sem og almenningur eigi allir sök í máli. Lánaþennsla Íslendinga s.l. ár er hreint út sagt ótrúleg og það er ekki neinum að kenna nema þeim sjálfum. Ráðamenn og bankar áttu að vera búinn að stoppa þetta en þá kemur eitt vandamál og það er, hvað hefði fólk sagt ef það hefði verið stoppað?

Hefði fólk ekki sagt, er mér sem einstaklingi ekki frjálst að fá lánað?

Skilur þú hvað ég er að fara með þessu? Það er aldrei hægt að gera öllum til geðs, það vitum við vel.

Að taka þjónustugjöld þekkist allsstaðar.

Eitt sem ég gleymdi að svara áðan þegar var talað um 2-3 laun hérna úti. Á móti kemur, bilað leiguverð, háar tryggingar, dýr matur, dýr þjónusta o.sfrv. Þannig að þrátt fyrir fín laun þá er margt hérna svakalega dýrt. Bara að fara með bílinn og láta skipta um 2 bremsudælur og einn hljóðkút kostaði mig litlar 100þ íslenskar.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 16.10.2012 kl. 13:49

11 Smámynd: Skarfurinn

Takk fyrir skoðanaskiptin Júlíus, við verðum víst seint sammála um allt en, en margt merkilegt hefur hér komið fram.

ps. er þú talar um hvað allt sé  dýrt úti þá vil ég benda á að víða er meira inní sköttunum  eins og t.d. betri heilbrigðisþjónusta(hér eru tæki á spítölum að grotna niður) og janvel fríar tannviðgerðir og frítt fyrir leikskólabörn. 

Skarfurinn, 16.10.2012 kl. 15:09

12 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Takk sömuleiðis. Vissulega er það rétt að hérna í Noregi t.d. er margt inní sköttunum, ekki spurning og skattarnir eru ekki það háir. Á móti kemur t.d. tollar og svokallað "bom". Allsstaðar sem nýr vegur, gatnamót, brú, hringtorg eða eitthvað í þessum dúr er sett upp þá setja þeir upp vegjald sem er oft frá 20-40kr norskar eða milli c.a. 430-860 ISK svona c.a.

Einnig er svona "piggdekk" gebyr en það er sér gjald sem þú verður að borga fyrir að vera á nagladekkjum keyrir þú t.d. inn til Oslóar. Endalaust svona smá plokk en maður vennst þessu og ekkert við þessu að gera. Ég er allavegana ekki að pirra mig á því og kannski þessvegna líður mér ágætlega

Júlíus Valdimar Finnbogason, 16.10.2012 kl. 21:30

13 identicon

Þetta var athyglisvert

Erna (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 23:32

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir innlitið, Búin að lesa kommentin og margt kemur þar fram gott og ágætt í umræðuna hvar við erum stödd í þróunini eftir bankahrunið! BANKAHRUNIÐ! Já það varð hér hrun banka og hvers vegna skyldi það nú vera? Ekki vegna þess að þeir tækju ekki nóg gjöld fyrir þjónustu eða að þeir væru með belti og axlarbönd gagnvart almennum skudurum nei því fer fjarri það var óráðsía og ofurlaun sem kom þeim á koll! Núna 4 árum seinna hafa þeir ekkert lært af hruninu og annað og mun alvarlegra hrun blasir við bankakerfinu, þeim sem ekki eru blindir og heilaþvegnir ætti að vera þetta ljóst!

Tek eitti skýrt fram að ég skulda þessum stofnunum ekkert og fór ekki ílla út úr hruninu 2008 það er ástæðan fyrir því hruni og það sem á eftir hefur komið sem ég get ekki með nokkru móti sætt mig við! Ekkert uppgjör né nokkur króna af þýfinu sem tekið var fundist en um leið þeir aðilar sem voru á bak við bankakerfið vaða í seðlum hér heima og erlendis eins og ekkert hafi í skorist!

Sigurður Haraldsson, 16.10.2012 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband