Bull og vitleysa!

Hvaða bull er þetta jarskjáftar eru bara algengir af þessari stærðargráðu og merkja ekkert sérstakt eða þannig!
mbl.is „Aldrei fundið svona skjálfta áður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Hvað er að þér maður! Lestu fréttina! Hún segist aldrei hafa fundið svona skjálfta áður! Það eru ekki allir sem hafa upplifað þokkalega skjálfta.

Þorsteinn Þormóðsson, 21.10.2012 kl. 00:26

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það er alveg rétt hjá þér :)

Þótt hann hafi ekki fundið fyrir svona skjálfta áður, er það ekkert í frásögur færandi.

Fyrsti jarðskjálftinn sem ég upplifði var norður á Skagaströnd, þar sem jarðskjálftar teljast nú ekkert svakalega algengir. Amk ekki svo að maður finni fyrir þeim. Samt eru þeir ekkert óalgengir fyrir norðan, sem slíkir, heldur eru þeir yfirleitt bara orðnir frekar "slappir" þegar þeir komast í Húnavatnssýsluna að fólk finnur ekki fyrir þeim.

Ég hef líka búið á Suðurnesjunum, þ.á.m. í Grindavík þar sem jarðskjálftar eru tiltölulega algengir. Flestir jarðskjálftarnir sem komu þar á meðan ég var þar og bjó, komu þegar ég var einhversstaðar úti og fann ekki fyrir þeim.

Þó voru nokkrir sem voru svo sterkir að ég fann fyrir þeim þótt verið væri að lemja allt húsið að utan og ofan (sem var bárujárnsklætt timburhús).

Ég hef líka búið á Sauðárkróki, en ég var nú bara svo ung þá að ég gæti ómögulega sagt þér hvort einhverjir skjálftar hefðu fundist á svæðinu er ég bjó þar. En ég er nú samt ansi viss um það.

Jarðskjálfti upp á 3,8 á richter er í sjálfu sér ekkert stór skjálfti.

Talað er um að þeir finnist þegar þeir eru komnir á 2.9-3.0 á ricther.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 21.10.2012 kl. 00:27

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Og eins og Þorsteinn bendir réttilega á, þá eru fullt af Íslendingum ennþá sem hafa aldrei upplifað skjálfta. Meira að segja hellingur sem býr hér fyrir sunnan þar sem skjálftar eru mjög algengir.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 21.10.2012 kl. 00:28

4 identicon

Ég verð nú að segja fyrir mitt leyti, eftir að hafa búið í Grímsey í 15 ár og nú 12 ár á Akureyri að þessi skjálfti var ansi frábrugðin þeim sem maður er vanur. Hann var langur, jafn og ótrúlega sterkur.

Og Siggi, ekki vera svona leiðinlegur. Ef þetta var eitthvað sértakt fyrir blessaða manneskjuna sem varð að hringja á fréttastofu Sjálfstæðisflokksins til að tilkynna það - ekki vera að eyðileggja það með svona djöfull leiðinlegri fyrirsögn og 17 orða pistli.

Það er munur á "Status" og "Bloggfærslu" sýnist þetta hefði frekar átt að vera "Status" en ekki "Bloggfærsla"...

Haraldur Helgi (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 00:37

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hann Siggi hefur væntanlega rétt á því að birta stuttar bloggfærslur um hans hjartans mál, eins og við hin.

Þetta segi ég, sem hef aðeins einu sinni verið sammála honum.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 21.10.2012 kl. 00:48

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Skiptir ekki máli hvort það er status eða bloggfærlsla staðreydir tala sýnu máli og gosið byrjar með látum þega þar að kemur! Ekki láta það koma ykkur á óvart því ég er búin að seja hvað það kemur upp og hve kraturinn verður mikill!

Sigurður Haraldsson, 21.10.2012 kl. 00:50

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Ingibjög.

Sigurður Haraldsson, 21.10.2012 kl. 00:51

8 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta er alveg rétt hjá þér Sigurður, þetta er bull og vitleysa í þér...

Sindri Karl Sigurðsson, 21.10.2012 kl. 01:45

9 Smámynd: Guðmundur Björn

Það er áhyggjuefni hve fólki líður illa yfir reynslusögnum annars fólks. 

Guðmundur Björn, 21.10.2012 kl. 02:11

10 Smámynd: Sandy

Að finna fyrir jarðskjálfta veldur réttmætum áhyggjum, þó fólk fari ekki alveg yfir um strax.

Sandy, 21.10.2012 kl. 06:29

11 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Miðað við að búa á Jarðskjálftafríusvæði voru skjáltarnir ansi stórir langi og margir en ég bý á Blönduósi. Miðað við hvernig þeir voru hér hafa þeir verið magnaðir sitthvoru megin við eyjafjörð

Brynjar Þór Guðmundsson, 21.10.2012 kl. 06:57

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Árin fyrir kröfluelda voru ekki lík því sem nú er að því leyti að þá kom einn og einn jarðskjálfti en ekki hundruð á sama tíma!

Sigurður Haraldsson, 21.10.2012 kl. 07:46

13 identicon

JÚ VÍST!

Bullustampur (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 19:21

14 identicon

Mannsaldur er slæmur mælikvarði á tíðni jarðskjálfta, líftími okkar er eins og sandkorn í eyðimörk á þessum skala

DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 12:51

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega Doctor þeir sem segja og fullyrða eitthvað eins og jarðfræðingarnir um að ekki geti gosið eftir svona skjálfta en um leið og þeir hafa sleppt orðinu þá segja þeir að það sé um kvikuinnskot að ræða!

Sigurður Haraldsson, 22.10.2012 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband