Nú er nóg komið!

Það er komið nóg af þessu og verður að fara taka á þessu vandamáli sem fylgir snjósleðum, þeir eru orðnir allt of kraftmiklir oft á tíðum og stór hættuleg leikföng svo ekki sé meira sagt!
mbl.is Brotnaði illa í vélsleðaslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Já þetta er ekki hægt. Þetta lið þvælist upp um fjöll og firnindi. Svo lærir það ekkert af reynslunni. Alveg sama hvað margir eru sóttir slasaðir upp um alla Esju, þá fara alltaf fleiri og fleiri. :)

Anna Guðný , 1.4.2013 kl. 10:28

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það ekki undarlegt Anna að enginn skili læra af reynslunni nema við sjálf?

Hvað viltu gera Sigurður, banna sleðana, banna allt sem getur valdið slysum og tjóni nema hræðsluumræðu um jarðskjálfta?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.4.2013 kl. 14:51

3 Smámynd: Anna Guðný

Segi það nú Axel :) nei mátti til með Siggi. Ef við ætlum að koma í veg fyrir öll slys ja þá er nú ekki mkikið eftir. Banna alla bílaumferð? Nú eða banna jarðskjálfta? Banna hjólreiðar í þéttbýli? Hjólreiðamenn eru með hættulegra fólki í umferðinni. Allt of stór hluti þeirra hegðar sér eins og um þau gildi réttindi bæði gangandi og keyrandi. Nú get ég ekki dæmt um þetta slys, þekki ekki til. En hitt slysið sem var i Fnjóskadal, þar þekki ég vel til. Sá maður slapp mjög vel, óbrotinn og trúlega kominn heim. Hann er kominn yfir fimmtugt og ég man ekki til þess að hann hafi nokkur tímann lent í svona áður, þrælvanur á sleða.

Anna Guðný , 1.4.2013 kl. 15:12

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið, nei ég er ekki að tala um að banna allt heldur virða upp þá staðreynd að vélsleðar eru slysavaldar í æ meira mæli og ástæðan eins og ég var að segja kraftur og léttleiki sem fæstir ráða við.

Sigurður Haraldsson, 1.4.2013 kl. 15:14

5 identicon

Svo sannarlega

http://n.cur.lv/snowmobile

Einar H (IP-tala skráð) 1.4.2013 kl. 21:53

6 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Þeir eru búnir að eyðileggja allt kjöt með því að skera frá hverja fitututlu, loka úti alla reykingamenn og svo eru þeir langt komnir með að banna okkur að gúffa í okkur sykri, svo því ekki líka að loka inni allt sem rúllar á beltum ?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 1.4.2013 kl. 23:00

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Anna, hjólreiðafólk er fyrst og fremst hættulegt í umferðinni vegna þess að þeir sem eru á bílum hafa þann leiða hugsunarhátt að telja sig ekki þurfa að taka tillit til þeirra sem eru á minni farartækjum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.4.2013 kl. 00:02

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hefur það hvarflað að þér Sigurður að þú kunnir að verða á endanum slysavaldur með þessu jarðskjálftabulli þínu? Ertu tilbúinn að draga í land sjálfur eða þarf að loka á þig?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.4.2013 kl. 00:07

9 Smámynd: Anna Guðný

Maðurinn minn keyrir mótorhjól, börnin min og ég stundum erum á reiðhjóli, svo ég tel mig alveg taka tillit til hjólafólks almennt. Ég hef séð alltof marga hljólreiðamenn, fullorðna, hjóla eftir götunni , svinga svo inn á gangbraut og halda svo annað hvort áfram eftir henni eða svinga aftur út á akbrautina. Hef nokkrum sinnum næstum keyrt á þá. En þetta með sleðaslys þá væri gaman að taka saman þá daga á ári sem hægt að vera á þeim versus bílaumferð og sjá hvort það sé rétt. Vélsleðaslysin ná bara yfir nokkra helgidaga á ári en bílaumferðin er jú alla daga.Hafið þið eitthvað heyrt um svona rannsókn?

Anna Guðný , 2.4.2013 kl. 00:23

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góð Anna, nei en það væri ekki vitlaust að skoða það.

Sigurður Haraldsson, 2.4.2013 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband