Enn ein ástæðan!

Svona fréttir af morðum og skotum þarna í landi alheimslöggunnar sanna það að byssur ættu að vera bannaðar meðal almennings.
mbl.is Ársgamalt barn myrt í stað föður síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bandaríkin eru með svipaða manndráps tíðni og evrópa. En mun fleiri ofbeldisfullir glæpir á íbúa eru framdir í byssulausum löndum eins og englandi. Það er vegna þess að almenningur er varnalaus svo að auðvelt er að framja glæpi.

Hafðu nú smá trú á samborgurum þínum þar sem þú veisst sjálfur að yfirgnæfandi meirihluti þeirra myndi ekkert frekar misnota byssu en að fremja  öðruvísi ofbeldisfullt brot. Hins vegar væri sá minnihluti sem misnotar byssur og brýtur á öðrum í verri málum ef almenningur væri vopnaður.

Annars er það frekar fyndið að vilja banna tæki sem hver sem er getur byggt sér úr hráefnum sem eru öllum aðgengileg. Nokkurnveginn eins og að banna hamar eða hníf.

Fun fact, Hnefar og fætur hafa framið fleiri manndráp á íslandi en byssur.

Gunnar (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 10:52

2 identicon

Morðum og ofbeldisverkum í New York City snarfækkaði fyrir ca. 20 árum síðan, eftir gríðarlegan ofbeldisfaraldur frá ca. '70 - '95. Fyrst var talið að fækkunin væri út af aðgerðum borgarstjórnarinnar, en nú hefur annað komið í ljós. Í kringum '75 var nefnilega blý tekið úr bensíni á þessu svæði (tetraethyl blý) og síðar á öðrum svæðum. Nákvæmlega 20 árum síðar komu jákvæðu breytingarnar í ljós: Snarlækkuð glæpatíðni. Blýmengun í andrúmslofti forheimskar fólk. Það flosnar upp úr námi, verður hömlulaust og sýnir andfélagslega hegðun. En ekki virðast menn læra mikið af þessu, heldur halda áfram að spúa út alls kyns óþverra af ýmsum öðrum toga. Til dæmis rýrt úran sem notað er í brynju-rjúfandi byssukúlur, en það er eitur sem á heima niðri í iðrum jarðar en ekki úti á víðavangi.

Þórarinn Heiðar Harðarson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 10:55

3 identicon

Nokkrar staðreyndir:
Alvarlegir glæpir (capital crime), - Morð, vopnuð rán og nauðganir eru MUN ALGENGARI í USA en Evrópuríkjunum.
Flest morð í USA eru framin með byssu, flest þar af með skambyssu.
England er ekki byssulaust frekar en Ísland. Ísland er reyndar tiltölulega laust við felanleg skotvopn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 10:59

4 identicon

Það hefur engann tilgang að setja einhver lög.

Hvenær hafa glæpamenn farið eftir lögum, nema sínum egin.

Hitt er annað mál, að það má þyngja refsingar til muna, því þessir aumingjar þekkja ekkert annað en refsingu.

Í Svíþjóð eru síglæpir sömu manna endalausir vegna vægra dóma. Þeir eru úti eftir skammann tíma, ef þeir fá fangelsi yfir höfuð og gefa skít í samfélagið. - Glæpir af öllum toga margborga sig í því landi-.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 11:20

5 identicon

Harðari refsingar hafa ekki leyst vandann og munu aldrei gera það. Í USA var fangelsiskerfið tvöfaldað fyrir nokkrum áratugum og síðan tvöfaldað aftur. Hugsið ykkur vinnuaflið og margfeldisáhrifin frá því vinnuafli sem væri til staðar ef fangelsin þar væru betrun en ekki bara refsing. Síðan þarf ungt fólk að hafa jafna möguleika óháð efnahag. Af hverju ríkir nánast stríðsástand í glæpaheimum Mexíkó? Vegna þess að ungt fólk hefur ekki möguleika í Mexíkó. Það fær hvorki vinnu né möguleika á námi. En í glæpaklíkunum er hægt að vinna sig upp á skömmum tíma, og því miður freistast menn til að fara þangað, og selja sálu sína í leiðinni.

Þórarinn Heiðar Harðarson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 11:56

6 identicon

Jón Logi, í bretlandi lenda 39 af hverjum þúsund í ofbeldisfullum glæp á hverju ári. En í BNA bar 16.9 af hverjum þúsund.

Manndráp eru undir 5 á hverja 100 þús. íbúa í BNA og Evrópu. Þó að BNA eru í kringum 4 á meðan Evrópa er í kringum 3 myndi ég ekki kalla það stórann mun. Þegar lönd eins og Mexikó (byssur bannaðar) klukka inn á 23 og Honduras með 91. 

Þar að auki vill ég taka fram að á íslandi er maður skyldugur til að bera skotvopnið sitt falið.

http://en.wikipedia.org/wiki/Violent_crime

http://www.europeansourcebook.org/ob285_full.pdf

http://www.unodc.org/unodc/en/data-and-analysis/Compiling-and-comparing-International-Crime-Statistics.html

Gunnar (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 13:35

7 identicon

Dálítið óheiðarlegt að segja að tíðnin í Evrópu vs. USA sé svipuð og nota svo Bretland og Svíþjóð sem dæmi. Í Bretlandi er tíðnin 1,2 og í Svíþjóð 1,0, sem er næst hæst í Skandinavíu. Tíðnin í Evrópu í heild er um 3,5 sem slagar vissulega upp í tíðnina í USA, en það er að mestu útskýrt vegna þess að í Rússlandi er tíðnin yfir 10 á 100.000 íbúa. Í Norður-, Vestur- og Suður-Evrópu er tíðnin rétt um 1.0, í USA er hún rúmlega fjórum sinnum hærri en það.

Björn (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 13:56

8 Smámynd: Mofi

Þegar vopn eins og skammbyssur eru bannaðar þá eru það aðeins löghlýðnir borgarar sem láta vopnin af hendi sem þýðir að eftir slíka lagabreytingu að aðeins glæpamennirnir hefðu byssur... Hvernig getur það verið betra ástand?

Mofi, 2.9.2013 kl. 14:49

9 identicon

Chicago hefur ströngustu byssulöggjöfina í USA og hvaða borg hefur flestu morðin þetta árið ? Chicago! Bendir þetta ekki til þess að það sem einhver hérna fyrir ofan bendir á sé rétt, byssueigendur sem eru löglegir munu fara eftir lögunum en glæpamenn ekki, og það eru ólöglegar byssur sem eru í yfirgnæfandi meirihluta notaðar að fremja þessi morð

Loki (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 14:54

10 identicon

Það hlýtur hver einasti heilvita maður að sjá það að byssurnar eru ekki vandamálið heldur fólkið sem misnotar þær. Að halda því fram að banna byssueign leysi eitthvað vandamál er bara þröngsýni, morðum með hnífum og bareflum færi bara fjölgandi í beinu samhengi við fækkun skotvopna.

Ef að það á að drepa einhvern í snarhasti þá er bara tekið það verkfæri sem henntar best til verksins sem er hendi næst, ef það er skammbyssa í skúffuni þá er það hún annars fer viðkomandi bara inn í eldhús og sækir stærsta hnífinn í skúffuni þar.

Stebbi (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 18:56

11 Smámynd: Mofi

Ef fólk sem vill banna byssueign er að hugsa sem svo að þá væru byssur ekki lengur úti í samfélaginu og þá væri erfiðara þegar einhver er í vígahug að grípa byssu og drepa einhvern því sannarlega er auðveldara að depa einhvern með byssu en með hníf.  Málið er bara að þetta er óraunhæfu draumur og það eina sem myndi gerast með því að banna byssur væri að þeir einu sem væru með byssur væru glæpamennirnir.

Mofi, 2.9.2013 kl. 19:47

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bandaríkjamenn hafa góða ástæðu til að halda skotvopnaeign almennings leyfilegri. Það er til þess að verja sig fyrir ágangi þarlendra stjórnvalda, sem hafa í seinni tíð sýnt æ meiri tilhneigingu í átt til fasisma.

Á Íslandi hafa pottar og pönnur dugað, enda hafa stjórnvöld hér á landi ekki beinlínis gripið til árásarvopna sjálf og því ekki verið ástæða fyrir almenning að gera það. Byssueign meðal almennings á Íslandi er samt með því hærra sem gerist í heiminum, en það eru aðallega veiðibyssur sem flestir kunna sem betur fer að umgangast. Við erum hinsvegar blessunarlega laus við árásarvopn sem hafa þann einn tilgang að drepa fólk, hvort sem er í höndum stjórnvalda eða almennings. Ísland er herlaust land og tilburðir stjórnvalda til að koma sér upp vopnuðum sveitum hafa ekki fengið hljómgrunn.

Þó við höfum full tilefni til umkvörtunar vegna margra hluta hefur það ekki brotist út sem morðæði á Íslandi, því við þurfum við ekki að verja okkur fyrir því að hérlend stjórnvöld drepi okkur ef þau telja okkur hafa gert eitthvað rangt eða farið yfir "strikið" hvar svo sem það er dregið. Þetta er munurinn á íslenskri þjóðfélagsgerð og amerískri, sem er að öðru leyti svipuð. Við höfum ekki her og eigum enga drápshefð eins og mesta herveldi heims hefur.

Höldum því þannig.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.9.2013 kl. 21:02

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það var 88 ára gamall maður í Spokane Washington sem var barinn með vasaljósum og maðurinn dó af áverkunum, á þá að banna vasaljós?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 3.9.2013 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband