Trúið þið honum?

Ekki ég því að ég veit að þessi banki mun fara yfir!
mbl.is Landsbankinn ekki á leið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð

Í hvaða bjartsýniskasti voru menn þegar upprunalegi lánasamningurinn á milli nýju kennitölunnar og gömlu kennitölunnar var gerður.

Davíð, 28.9.2013 kl. 15:33

2 identicon

Er ekki bara best að losna við þessa banka alla og stonfa svo sparisjóð allra landsmanna sem kemur ekki nálægt fjárfestingum og starfar bara sem viðskiptabanki?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 16:19

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Davíð, það er von að þú spyrjir því að þessir samningar eru út úr öllum kotrum!

Sæll Kristján, það er málið en verður ekki gert vegna fárra gráðugra sem eru enn að stela úr kerfinu eins og fyrir hrunið 2008.

Sigurður Haraldsson, 28.9.2013 kl. 16:36

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir voru ekki í neinu bjartsýniskasti heldur bara svona einbeittir á að finna leið til þess að borga Icesave. Þetta var Plan B til að stoppa í gatið ef ekki tækist að senda þjóðinni reikninginn, að senda hann þá nýja Landsbankanum. Það er hinsvegar búið að halda um þetta tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og fyrr á þessu ári féll dómur EFTA dómstólsins um að þetta væri óheimilt. Þar að auki er þetta ólöglegt gengistryggt skuldabréf sem brýtur gegn öllum reglum um tengda aðila og stærð einstakra áhættuskuldbindinga. Hvergi í veröldinni fengi starfandi banki leyfi til að gera slíkan samning við annað fyrirtæki. Þannig er í rauninni ekkert sem út af stendur nema að rifta honum. Að stjórnendur Landsbankans skuli núna vera í einhverskonar samningaviðræðum úti í Bretlandi um að lengja í þessu ólöglega láni í stað þess að gleyma því bara, er auðvitað snarbilun og viðkomandi aðilar ættu að vera vistaðir á þar til gerðri stofnun til að vernda þá og aðra fyrir frekari skaða af völdum þessara sjúkdómeinkenna.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2013 kl. 16:50

5 identicon

Nýi Landsbankinn skuldar 300 milljarða vegna skuldabréfs við gamla, Nýi er gjaldþrota í raun vegna þess að eigin féð er ekki nema um 230 milljarðar. Í raun þá er bankinn búinn að vera rekinn með tapi frá stofnun þar sem að það voru lagðir í hann 122 milljarðar í hlutafé, ef bankinn ætlaði að koma út á sléttu frá stofnun þá ætti eigin féð að vera 422 milljarðar svo að bankinn ætti fyrir skuldabréfinu og hreint hlutafé, en ef bankinn yrði gerður upp í dag þá vantar allavega 70 milljarða upp á skuldabréfið fyrir utan það að hlutaféð er búið.

valli (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 16:59

6 identicon

svo er eitt sem ég vill benda á að þetta stóra skuldabréf er fyrir lánasöfnin, en þau eru en að miklu leiti á kennitölu gamla bankans og því eru þessi viðskipti mjög undarleg.

svo er með ólíkindum hvernig nýju bankarnir fara að því að hagnast á endurmati á skuldabréfum sem að eru ekki einu sinni á þeirra kennitölum, maður spyr hvern andskotan ætli þeir hjá FME eru að hugsa ef þeir gera það þá almennt yfir höfuð.

valli (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 17:25

7 identicon

Er þetta ekki bara þessi fræga öfund útlendinga á efnahagssnilld Íslendinga?

Espolin (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 18:51

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Guðmundur, þar erum við samála þessi skuld er ekki lögmæt og eins og þú segir þá ættum við að stöðva allar greiðslur nú þegar.

Sæll Valli, það er eitthvað mikið að hér.

Sæll Espolin við tökum ekki tiltali enda fór sem fór og er að fara aftur!

Sigurður Haraldsson, 28.9.2013 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband